Dulbúin dauðagildra
13.11.2012 | 16:55
Öll hönnun og frágangur við Reykjanesbrautina þar sem hún hefur verið tvöfölduð er dulbúin dauðagildra. Það, að hafa engin vegrið og hvilft á milli akbrauta í gagnstæðar áttir kallar bara á stórslys einn daginn þar sem mannslíf eiga eftir að glatast.
Skoðum aðeins hvernig uppbygging brautarinnar er og svo hins vegar hvernig hún ætti að vera.
Reykjanesbrautin
Þarna sést mjög vel hversu hættulegur vegur þetta er í raun og veru.
Á veturna í snjó, hálku og vondum veðrum geta bílar hreinlega fokið af stað, snúist og endað á akbrautinni þar sem umferð kemur á móti.
Ef um mikinn hraða er að ræða og fólk missir stjórn á bílunum niður í rennuna milli akbrauta, þá er hætt við að bíllinn komi hreinlega fljúgandi upp á akbrautina hinu meginn með þeim afleiðingum að fólk í bílum sem flugbíllinn lendir á hreinlega örkumlist eða deyi. Svona hönnun er engum til sóma, síst af öllu verkfræðisofunni sem hannaði þetta, verktakanum sem vann verkið en þó er skömmin mest vegagerðarinnar að hafa samþykkt svona hrákasmíð.
Dönsk hraðbraut.
Hérna sjáum við svo hvernig frágangur á að vera á almennilegum vegum.
Ef maður skoðar hlutföllin á þessum tveim vegum af myndunum, þá sést vel að akgreinarnar eru svipað breiðar á báðum vegunum, neyðarsporið svipað líka en, EN! Á Dönsku hraðbrautinni þar sem myndin er tekin, er sennilega 130 leyfilegur hámarkshraði og frágangur milli akbrauta til fyrirmyndar. Þar er sléttur flötur á milli sem síðan er afgirtur með tvöföldu vegriði en einföldu hægra megin þegar kemur út fyrir aðreinina sem sést hægra megin. Vinstra megin má einnig sjá vegrið sem sveigir inn með afreininni út af hraðbrautinni.
Svona frágang vill maður fá að sjá á jafn umferðarþungum vegi eins og Reykjanesbrautin er, en alls ekki þá dauðagirldru sem hún er í dag.
Sá bifreið koma á móti sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.