Sjálfsmorðstíðnin hækkar
12.11.2012 | 11:04
Heilbrigðisyfirvöld geta tæpast skýlt sér bakvið fjárskort og niðurskurð þegar kemur að geðrænni heilsu fólks því rannsóknir hafa ítrekað sýnt að kostnaður við raunsannaða meðferð við þunglyndi og kvíða skilar sér fljótt og örugglega aftur í ríkissjóð. Auk þessa er meðferð þunglyndis og kvíða jafnframt forvörn gegn ýmsum líkamlegum sjúkdómum sem eru kostnaðarsamir fyrir samfélagið.
Hvað ætli margir hafi síðan svift sig lífi vegna niðurskurðarins?
Er það taboo að tala um það eða gefa upp tölur um sjálfsmorðin sem eru framin á hverju ári?
Stjórnvöld bera að vissulega ábyrgð á því þegar fjöldi ungmenna tekur þá ákvörðun að svifta sig lífi af því þau fá enga hjálp í kerfinu og engin úrræði eru til fyrir þau.
Þetta er eitt af þeim málum sem þarf að taka fastari tökum. Við þurfum að vera meðvituð um það sem er að gerast í samfélaginu og hækkandi tíðni sjálfsmorða er ekkert fjandanns tabú heldur grjóthörð staðreynd sem við þurfum að lifa með og tala um.
Þöggunin er það versta sem hægt er að gera og á ekki að líðast. Ég ætti að vita það.
Hafa áhyggjur af biðlistum á geðdeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.