Vantar töluvert í þessa frétt.

Þarna vantar nú töluvert mikið í fréttina, því það var talað um það í fréttum í gær, að það á að lækka barnabætur líka umtalsvert, fækka skólum og sameina minni skóla við þá stærri, skera niður í heilbrigðiskerfinu og það sem mér fannst nokkuð merkilegt, hvetja almenning til að vinna meira til að auka skatt-tekjur ríkisins.

Sjálfur er ég að vinna 12 til 14 tíma á dag fimm daga vikunnar og kæri mig ekkert um að vinna meira en það.  Fjölskyldufólk vill ekki þurfa að vinna meira en það þarf til að geta átt tíma með maka og börnum í stað þess að vinna myrkrana á milli eins og tíðkast í ónefndu landi þar sem fjölskylur sjást varla nema í sumarfríum og stórhátíðum.

Hjó sérstaklega eftir því í fréttinni í útvarpi í gær þar sem var talað við unga konu og beindi hún orðum sínum til Forsætisráðherra Dana og sagði að hann ætti að prófa að lifa af lægstu launum eða framfærslu frá ríkinu áður en hann tjáði sig um hluti sem hann greinilega hefði ekki hundsvit á og bætti svo við að það væri nær að skera niður hjá þeim sjálfum sem hæst hefðu launin og sponslurnar áður en það væri ráðist á þá sem síst gætu varið sig.

Það má því segja að þjóðin logi af reiði út í stjórnvöld í niðurskurðarmálum og maður heyrir það á fólki sem maður er í daglegum tengslum við í vinnunni, að það er reitt stjórnvöldum hér í Dk og vill að farnar verði aðrar leiðir í ríkisfjármálum en að skera niður í velferðarkerfinu.

Það má að lokum bæta því við, að eftir að hafa búið hér í tæp þrjú ár, þá er maður farinn að sjá að velferðarkerfið hérna í dk er lítið skárra en á íslandi og að mörgu leiti verra.  Eini plúsinn er sá, að maður borgar ekki fyrir að fara til læknis hérna eða í rannsóknir.
Launin eru ekkert sérstök fyrir ófaglærða, leiga á húsnæði er há og matarverð hátt.  Allt sem mögulega gæti talist sem lúxus er skattlagt til helvítis og lengra og sem dæmi má nefna bíla, mótorhjól og afþreyingu.

Þó tún sýnist grænt þegar maður horfir á það yfir lækinn, þá liggur sama sinan undir því og þeim bakkanum sem maður stendur.............


mbl.is Danir mótmæla niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Einmitt Keli minn.  Þetta er tilfellið...

Kv. SV

Sigurjón, 9.6.2010 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband