Svo sem ekkert meira um þetta að segja.

Núverandi stjórn er eins og allar aðrar sem setið hafa og ekkert breytt frá því sem áður var.  Þetta eru allt aumingjar sem ráðast alltaf með niðurskurðarhnífinn á þá sem verst eru settir en undanskilja alla þá þætti sem mundu skila margfallt meiri sparnaði.
Yfirmannastöður, millistjórnendur og aðstoðarmenn með fúlgur í laun og sponslur halda sínu meðan þeir verst settu í þjóðfélaginu eru látnir blæða.

Annars nenni ég ekki að ergja mig yfir þessu og ætla í staðin að setja hérna þrjú frábær lög inn sem ég hvet fólk til að hlusta MJÖG VEL Á TEXTANA Í.


Fyrsta lagið fjallar um konu sem er að missa elskhuga sinn og hvernig hún í raun afneitar þeirri staðreynd að hann muni ekki koma til hennar aftur.  þetta endurspeglar svolítið hugsunarhátt margra íslendinga gagnvart hlutum sem þeir hafa haft en koma nú til með að missa.

Pink - I don't believe you

Annað myndbandið endurspeglar kanski meira það hugarfar sem margir hafa stundað í uppgangstímabilinu og hvernig endalokin hafa orðið eins og kemur í ljós í lok myndbandsins.

Rihanna - Russian Roulette

 Síðasta myndbandið eru síðan hugleiðingar frá Pink þar sem hún biðlar til forsetans um að stíga niður af stalli sínum og sjá lífið eins og það er frá sjónarhóli almennings.  Það má alveg heimfæra þessa beiðni til forseta íslands og ráðamanna allra sem og þeirra gagnslausu framapotara sem eru að reyna að troða sér á valdastól sjálfum sér og sínum til framdráttar en ekki í þágu þjóðarinnar.

Pink - Dear Mr. President

 

 Vona að þessi myndbönd vekji fleiri til umhugsunar um hvernig ástandið er í raun.

 


mbl.is Öryrkjar mótmæla „nýrri aðför“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Nú er bara að hvetja alla til að mæta á austurvöll í dag kl 15.

www.nyttisland.is

Lúðvík Lúðvíksson, 23.1.2010 kl. 09:59

2 Smámynd: Sigurjón

Keli minn.  Eins og ég sagði við Hall í gær: Allir stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, eru viðbjóðslegir hrægammar!

Sigurjón, 23.1.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband