Hefur þetta fólk yfir höfuð eitthvað hagstjórnarvit?

Maður veltir því fyrir sér hvort þetta aumingjans fólk hafi yfir höfuð eitthvað vit á hagstjórn og fjármálastjórn?

Hvernig væti að þessir "snillingar" í Svörtuloftum færu nú að skoða hvernig önnur ríki Evrópu hafa tekist á við þensluna hjá sér og læra af því í stað þess að einblýna á eigin nefbrodd og halda að lausnin finnist á bólunni sem þar grasserar?

Stjórnvöld á íslandi eru svo sem ekki saklaus enda gera þau ekkert til að laga ástandið og sem dæmi eru íslendingar með fjármálaráðherra sem hefur minna en ekkert vit á fjármálum, það sýnir og sannar gjalþrota og afskrifasaga þess manns í hnotskurn og síðan þetta gengdarlausa dekur við auðvaldið meðan innviðir landsins grotna niður undir hans sjórn.

Katrín Jakobsdóttir er verri en engin enda virðist það vera að hennar hlutverk sem forsætisráðherra sé að koma fram í fjölmiðlum, brosa og verja glæpahundinn í fjármálaráðuneytinu ef hún er þá ekki að þvælast erlendis til að ljúga því að öðrum þjóðum að allt sé í lukkunnar standi í "paradís" og allir hafi það svo rosalega gott. Svo gott að fólk á lægstu launum nær ekki endum saman í fullri vinnu og þarf því að vera í tveim til þrem vinnum og að auki allar helgar til að endar nái saman.

Það ætti öllu hugsandi fólki, (sem telur ekki mjög marga þegar upp er staðið og fylgið við glæpamafíuna skoðað), að vera það ljóst að íslandi er stjórnað af fólki sem er skítsama um þjóðina, fólkið í landinu og er þarna bara til að skara eld að eigin köku, fjölskyldu sinni og vina.

Í Svörtulofum sitja síðan gjaldfallnir og ærulausir einstaklingar í æðstu stöðum. Einstaklingar sem básúnuðu það út fimm mínútur fyrir hrun íslenska fjármálakerfisins árið 2008 að allt væri í himna lagi og bankarnir aldrei staðið sterkari og betri.  Fremstu þar í flokki fór einmitt núverandi Seðlabankastjóri sem þá, sem og nú, veit allt. Kannt allt og getur allt.
En það er bara að eigin áliti, fáir deila því með honum.

Kanski væri bara best að AGS tæki ísland yfir í tvö ár til að koma því á réttan kjöl?


mbl.is Segir Seðlabankann neyðast til að taka stór skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll æfinlega; Keli !

Þakka þjer; verðuga og fumlausa ádrepuna, þessu liði til handa.

Ekki minnist jeg þess; að við sem misstum aleigu okkar Haustið 2008 í greipar Mafíunnar hefðum fengið nokkrar bætur eftir það niðurslag ólíkt Vestmannaeyingum, sem fengu sín Viðlagasjóðshús á fastalandinu eftir Heimaeyjargosið þar ytra, í Janúar 1973.

Auðvitað; er höfuðmeinsemd Íslendinga, að umbera og þola,, yfirleitt:: lausagöngu KONUNGS ÞJÓFANNA Bjarna Benediktssonar og illþýðis hans.

Miklu mætti þeim vel launa; sem yllu VARANLEGRI útlegð þess hyskis, að metaldri skrautfígúrunni suður á Bessastöðum, Guðna flóninu Th. Jóhannessyni, svo fremur vægt sje til orða tekið.

Með beztu kveðjum; sem endranær /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2023 kl. 18:21

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í Svíþjóð er verðbólgan svipuð
og Seðlabankinn þar hækkar og hækkar vextina
Meðan ríkisstjórnin rembist aðallega við að reyna að komast í NATO

Inflationen upp över 9 procent i början av 2023

Under hela 2022 har inflationen varit väldigt hög i Sverige, och inflationstakten ser inte ut att stanna av under 2023. Enligt SCB:s senast rapport från 20 februari, som avser inflationstakten för januari, är inflationstakten i nuläget 9,3 %.

Grímur Kjartansson, 27.2.2023 kl. 21:10

3 Smámynd: Jack Daniel's

Já en taktu eftir því Grímur, að stýrivextir og bankavextir hafa ekki rokiið upp úr þakinu þar eins og á íslandi.
Vaxtastigið er enn lágt og fólk ræður við afborganir af lánum þó þau séu óverðtryggð, (verðtrygging þekkist ekki í svíþjóð) og alla jafna hefur fólk það sæmilegt þó svo vörur hafa hækkað í verði.  Ástæða þess er nokkuð augljós með hækkandi verði á aðföngum og bændur eru illa útsettir fyrir hækkandi raforkuverði og eldsneyti ásamt áburði og öðru sem þeir þurfa í sína framleiðslu.

Jack Daniel's, 11.3.2023 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband