Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Hvar er Sölvi Tryggvason?

365 miðlar
365 miðlar

Nú stendur yfir á Vísir.is sem er hluti af fjölmiðlafyrirtækinu 365 miðlar, netkosning um sjónvarpsmann ársins til Edduverðlaunana og ekkert nema gott um það að segja því sjónvarpið er sá fjölmiðill sem færir manni fréttir í lifandi mynd heim í stofu.  Margir eru um hituna og misjafnt hvernig þeir eru standa sig í því sem þeir eru að gera og árangurinn sjáum við, hinn almenni neytandi á skjánum á hverjum degi.  En er þetta svo gott þegar upp er staðið?
Já þegar rétt og vel er að svona kosningu staðið og allir fá að vera með.  En því er ekki fyrir að fara í þetta sinn og verður farið í það í þessum pistli en það eru 365 miðlar sem standa á bak við þessa kosningu svo það sé enginn vafi á því.  Þegar listinn er skoðaður, þá kemur samt sem áður nokkuð dularfullt í ljós.  Sölvi Tryggvason sem er með Málið á Skjá einum er ekki með á þessum lista sem hægt er að velja af.

Lesa meira...


Er skýringin fundin á blæðingunni?

%C3%ADslenskar-ol%C3%ADur-%C3%AD-vegakl%C3%A6%C3%B0ningumSkýringar vegagerðarinnar eru satt best að segja broslegar og í versta falli heimskulegar svo ekki sé meira sagt.  Ein er sú að umhleypingum sé um að kenna, það frjósi og þiðni á víxl og og að vegasöltun hafi þessi áhrif á klæðninguna.
En af hverju bara þarna?  Það hafa verið umhleypingar um allt land og þar er líka saltað.  Svona skýringar falla því um sjálfar sig á núll komma einni.

Meira um þetta allt hérna


mbl.is Varað við blæðingum í slitlagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar einfaldar ástæður fyrir blæðingunum

Það hefur löngum verið vitað að hér á landi hefur verið notast við reglugerð um vegalagningu frá 1958 þó það sé ekki á almanna vitorði.  Burarðgeta vega hér á landi er langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem þekkist á hinum norðurlöndunum og íslensku vegirnir því einhverjir þeir lélegustu í evrópu og þó víðar væri leitað.  Vegagerðin og stjórnvöld hafa kappkostað síðustu áratugi að henda krónunni en hirða aurinn þegar til lengri tíma er litið í vegagerð.

Það sem getur valdið því að klæðninu blæðir svona eins og er vel þekkt hér á landi er aðalega vegna þess að tjaran sem er notuð er í lélegum gæðum og ekki nægur herðir í henni.  Ástæða þess að ekki er nægur herðir er vegna þess að klæðningin þarf að vera eftirgefanleg vegna þungaflutningana sem vegirnir eru í raun ekki gerðir fyrir. Hiti og raki spilar einnig þarna inn í en oft er undirlagið sem notað er til vegagerðar ekki neitt gæðaefni, blautt og leirkennt sem veldur því að klæðningin springur og vatn kemst í undirlagið sem oft er moldar eða leirkennt og þar með er fjandinn laus.

Það er stórmerkilegt þegar kemur að ESB og EES reglugerðum að hér á landi er allt tekið upp um leið þegar kemur að ökumönnum og ökutækjum en þegar kemur að vegagerð er því hent til hliðar með þeim rökum að hér á landi séu allt aðrar aðstæður en í Evrópu.  Gáfulegt eða hvað?

Enn eitt atriðið sem vert er að minnast á við vegaklæðningar er ofaníburðurinn eða slitlagið.  Það er notað groddagrjótmulningur, (allt að 12 mm í þvermál) en ekkert fínefni eins og sandur sem mundi binda tjöruna betur í grunninn.  Þetta gerir það að verkum, að þrátt fyrir aðeins 50 km hámarkshraða þar sem nýlögð klæðning er á vegum, koma bílar oft stórskemmdir af slíkum köflum vegna grjótkasts.  Þessi kornastærð á klæðningum, 8 til 12 mm er allt, allt of stór og í raun stórhættuleg.  4 til 6 mm ætti að vera algert hámark og amk 50% af klæðningunni ætti að vera fínn sandur til að binda klæðninguna saman.

Ég ætla ekki að fara út í langar útlistingar, en þar sem ég bjó í Danmörku voru gerðar tilraunir með svona klæðningar og voru þær undantekningalaust til vandræða þangað til búið var að fylla í þær með vissu hlutfalli af fínum sandi til að binda tjöruna betur saman.  Eftir það var farið að nota mun meira af fínum sandi strax við lagningu og valtað í það bæði með víbróvaltara og dekkjavaltara til að fá bindinguna strax í efnin.  Skilaði það sæmilegum árangri en í miklum hitum varð að bera ofan í hjólförin vegna blæðinga.  Eðlilegt þegar vegahitinn var kominn upp undir 60 til 70 gráður.  Hér verða vegirnir aldrei svo heitir en þar sem gæði tjörunnar eru margfallt minni en í Danmörk, þá fer sem fer.


mbl.is Dularfullar blæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring Bjarna Ben og Sjálfstæðismanna

Þann 12. Janúar boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins til fundar í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins, til að ræða komandi kosningar og stefnumál flokksins.  Er fátt annað um þá ræðu að segja, að hún einkennist af veruleikafirringu af verstu sort, áróðri og oftar en ekki hreinni og klárri siðblindu.

Það er vert að fara í gegnum ræðu Bjarna og skoða hvað hann er að segja og túlka það á mannamál því allt sem þar kemur fram er gagnrýni en aldrei er minnst einu orði á með hvaða hætti eigi að leysa þann hnút sem efnahagsmálin eru í.

Það er því svolítið neyðarlegt að lesa yfir þessa ræðu formanns flokksins sem lagði grunninn að stæðsta efnahagshruni einnar þjóðar því strax í upphafi hennar talar hann um að nóg sé komið af því að kenna hruninu um allt sem aflaga hefur farið.  Það er sorglegt að sjá siðferðishrun þessa flokks, fomanns hans, þingmanna og síðast en ekki síst fylgjenda Sjálfstæðisflokksins, afneita með öllu þætti sínum í hruninu og þá sérstaklega þeirri staðreynd að grunnurinn að hruninu er flokknum algerlega að kenna vegna ákvarðanatöku hans, lagasetninga, sölu bankana og aflagningu þeirra eftirlitsstofnanna sem ekki þóknuðust formanni flokksins á þeim tíma eða frá árinu 2002.

Lesa meira...


mbl.is „Við viljum stækka kökuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um svik hinnar ,,norrænu velferðarstjórnar" við alraða og öryrkja

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um málefni aldraðra og öryrkja undanfarin misseri en er öllum ljóst sem fylgjast með þeim málum og þá sér í lagi þeim sem hafa ekki aðrar tekjur en þeim er skammtað af ríkinu að þessir þjóðfélagshópar hafa verið sviknir hvað eftir annað um þær hækkannir sem þeim var lofað þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við hér eftir síðustu kosningar. 10. janúar síðastliðin reit Guðbjartur Hannesson ,,velferðarráðherra" bloggpistil á DV sem er svo stútfullur af rangfærslum og já, hreinum og klárum lygum að það er leitun að öðru eins nema ef vera skyldi í ritstjórnarpistlum útgerðarsnepilisins í Hádegismóum. Pistilinn kallar Gubbi: ,,Gott fólk, betra samfélag – fyrir alla" og leggur framboðsfnykinn af honum langar leiðir. Fnykur sem annars finnst aðeins úr holræsum borga og bæja sem lengi hafa verið hálf stífluð svo meira og minna rotinn og hálfrotinn skíturinn liggur þar í haugum.

Lesa meira...


Sami rassinn undir öllu þessu liði.

Staðreyndirnar tala sínu máli í þessu sem og öðru.
Það er sami gauðdrullugi rassinn undir öllu þessu liði sem situr í valdastólunum hvaða flokki sem þeir telja sig til.  Ekki er verið að vinna í þágu almennings í landinu frekar en fyrri daginn.

Ég var að horfa á forvitnilega þætti á Youtube í dag, á hundavaði reyndar en margt af því sem þar kemur fram má alveg heimfæra til nútímans.

Skora á fólk að horfa á þá hér.


mbl.is Seinkun veldur eldri borgurum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforðin sem Jóhanna gaf þegar hún tók við eru ekki hundaskítsvirði

Þegar núverandi stjórn tók við völdum hér á landi var því lofað að ekki yrði vegið að þeim sem minnst hafa í tekjur og var þar vísað til lægstu launa, atvinnulausra, aldraðrað og öryrkja.
Allt þetta hefur þetta verið svikið, ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur þegar laga á kjör þessara hópa.  Öryrkjar og aldraðir hafa verið látnir taka á sig mestu skerðingar og skuldabyrgðir útrásarvíkingina sem eru afleiðing stjórnarfars Sjálfstæðismanna á 18 ára valdaferli þeirra en svik núverandi stjórnar eru með öllu ófyrirgefanlegar.  Fólk hér á landi á varla í sig eða á og margir eru langt undir hungurmörkum þó svo reglulega komi Jóhanna gjammandi inn á fjölmiðla með exel skjalið sitt sem segir allt annað.

Hún og aðirir ráðamenn ættu að reyna að komast af með minna en 150 þúsund á mánuði þegar búið er að rífa af fólki í skatta og endurgreiðslur.

 Nánar um þetta hérna.


mbl.is ASÍ mótmælir kjaraskerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik við aldraða og öryrkja er aðalsmerki núverandi stjórnar

Laun aldraðra og öryrkja, sem frá ríkinu koma, eru undir lágmarkslaunum. Þann fyrsta febrúar skulu lágmarkslaun hækka í 204 þúsund krónur, eða um allt að 5,7%. Enginn skal þó fá minna en 3,5% hækkun.  Því ætti að liggja ljóst fyrir ölllum þeim sem hugsa rökrétt að þau laun sem ríkið … Lesa meira...

Sexy new year!

Náttúran birtist okkur í ýmsum myndum og mörgum mjög skemmtilegum. Gleðilegt ár og  njótið vel.   Fara í myndasafn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband