Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Farsælt komandi ár og takk fyrir þau liðnu

Um leið og ég óska lesendum mínum gleðilegs nýs árs og velfarnaðar ásamt þökkum fyrir innlitin á því sem er ganga sinn veg, þá langar mig að minnast ársins sem er að kveðja í örfáum orðum.Í fyrsta reiðtrúnum þann 1. febrúar 2012 á Dyn
Í fyrsta reiðtrúnum þann 1. febrúar 2012 á Dyn

Árið 2012 hófst eiginlega á því, að ég sté á ný inn í heim hestamennsku, nýfluttur hingað á Selfoss, leigði ásamt sambýliskonu minni hesthús og tók 3 hross inn og sinnti þeim eins og ber að gera.  Allt gekk þetta ótrúlega vel en ég varð þó fyrir því óhappi að hestur fældist undan mér í Febrúar með þeim afleiðingum að ég kastaðist af baki og vinstri öxlin hefur verið til vandræða síðan.

Í lok Mars lést móðir sambýliskonu minnar af völdum krabbameins sem hún hafði greinst með sumarið áður og var hún jarðsungin miðvikudaginn fyrir páska.

2012-06-07 19.45.00Síðastliðið sumar starfaði ég svo sem vagnstjóri á leiðinni Selfoss - Vík hjá Strætó / Hópbílum og var það í senn forvitnilegt, skemmtilegt og fræðandi á margan hátt.  Farþegar voru að sjálfsögðu af mörgum þjóðernum og aðeins einu sinni minnist ég þess að komið hafi upp tungumálaerfiðleikar á þessum tæpu fjórum mánuðum, en þá var um Frakka að ræða sem töluðu ekki stakt orð í neinu öðru tungumáli en frönsku.

Í haust settist ég síðan á skólabekk í Fjölbrautarskóla Suðurlands hér á Selfossi og hóf nám í söðlasmíði.  Aðrar námsgreinar fylgdu að sjálfsögðu með þar sem undirritaður hefur lítið gert af því að stunda nám eftir að hann stakk af úr grunnskóla réttra 14 vetra unglingur og færði sig á vinnumarkaðinn.
Námið gekk með ágætum þar til 20. Okt þegar örlögin knúðu dyra og settu veröldina á hliðina.


Sveinn Ingi.

Næst versti dagurinn í lífi mínu var sem sé 20. Oktober 2012 síðdegis þegar sóknarpresturinn bankaði upp á og tilkynnti mér að sonur minn, rétt tæplega 20 vetra hefið svift sig lífi þá um morguninn.  Heimurinn hrundi og þegar ég lít til baka er restin af deginum og kvöldinu í þokumóðu og öll smáatriði óljós þar sem sá tími fór í að tilkynna nánustu ættingjum og vinum þessar sorgarfréttir.

Versti dagurinn var svo 5. Nóvember þegar drengurinn var jarðsettur.

Þetta setti námið úr skorðum hjá mér og varð til þess að ég féll í 3 greinum enda var öll einbeiting úr sögunni og ég gat ekki fest hugann við nokkurn hlut frá því hann féll frá.

En nú er nýtt ár að bresta á og það þarf að halda áfram með það líf sem okkur hinum var úthlutað.  Námið heldur áfram og ég mun stefna á að ná upp því sem ég tapaði og bæta að auki einhverju við og óska mér sjálfum góðs gengis í þeim efnum.

Gleðilegt nýtt ár og velfarnaður til ykkar allra þarna úti.

Í minningu sonar míns.


Óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna

Um leið og ég óska lesendum mínum gleðilegs nýs árs og velfarnaðar ásamt þökkum fyrir innlitin á því sem er ganga sinn veg, þá langar mig að minnast ársins sem er að kveðja í örfáum orðum. Árið 2012 hófst eiginlega á því, að ég sté á ný inn í heim … Lesa meira...

Hér verður annað hrun komist þessi flokkur til valda. Stefnan hefur ekkert breyst frá árinu 2002

Enn á ný birtir Sjálfstæðisflokkurinn stærðar auglýsingu í nafni Bjarna Ben formanns flokksins, þar sem dregin er upp ljót mynd af ástandinu í landinu í tíð núverandi stjórnar og hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera frábær á nýju ári og laga allt sem miður hefur farið á síðustu fjórum árum komist … Lesa meira...

Að miða við rétta hluti þegar talað er um ábyrgð

Ef leikskólakennarar landsins hefðu týnt heilli kynslóð af börnum fyrir okkur árið 2008 hefði ekki þurft neinn sérstakan saksóknara eða alþingisnefnd eða flókin ferli til að komast að því hvar ábyrgðin lá. Svavar Knútur tónlistarmaður með meiru hefur birt á facebook síðu sinni mjög svo athyglisvert viðmið þegar kemur að … Lesa meira...

Kynkuldi?

Náttúran í sinni fegurstu mynd.

Skattgreiðendur látnir borga fyrir málsvörn dæmdra glæpamanna

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánuði, sex mánuði skilorðsbundið.  Farið var fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum, og fimm ára fangelsi yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs.  Guðmundur fékk sama dóm og Lárus segir í frétt á MBL … Lesa meira...

Hetja ársins hjá DV. Var svindlað í kosningunni?

Í kosningum um hetju ársins hjá DV gerðist það undarlega og ótrúlega, að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hefur verið valin Hetja ársins 2012 af lesendum DV. Eitthvað er nú samt málum blandið við þessa kostningu, því þegar undirritaður kaus fyrir nokkrum dögum var ákveðið að gera smá tilraun.  Hún fólst í … Lesa meira...

Jól í skugga ofbeldis

Í dag er fyrsti virki dagur eftir jólafrí og fólk búið að mestu að halda sig heima eða í jólaboðum síðustu tvo daga með vinum og fjölskyldu.  Í gærkvöld var víða blásið til skemmtannahalds og slepptu þá margir fram af sér beislinu, helltu í sig áfengi og skunduðu á dansleiki, … Lesa meira...

Gleðileg jól

Óska öllum lesendum, vinum og ættingjum gleðilegra jóla og farrældar á komandi ári.

merry_christmas_linux_ubuntu_by_maxpein-d32g57s


24.700 EINSTAKLINGR SEM ÞURFA HJÁLP TIL AÐ HALDA JÓL Á ÞVÍ HERRANS ÁRI 2012!

 Mæðrastyrksnefnd úthlutar milli þrjú og fjögur þúsund úthlutunum um þessar mundir.  Fjölskylduhjálpin talar um sex þúsund hjá sér og marka má það sem Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar segir í fréttinni, þá eru 2,6 persónur bak við hverja úthlutun að meðaltali. Gefum okkur að sama hlutfall sé hjá Fjölskylduhjálpinni, 2,6 persónur bak við hverja úthlutun.
Þá tökum við þetta nokkuð létt og segjum að það séu 3.500 X 2,6 = 9.100 einstaklingar hjá Mæðrastyrksnefnd og 6.000 X 2,6 = 15.600 hjá Fjölskylduhjálpinni.  Þetta gerir samanlagt 24.700 einstaklinga.

Þá eru ekki þeir taldir með sem sækja sér hjálp til kirkjunar eða annara trúfélaga eða hjálparsamtaka.  Þetta eru aðeins þær opinberu tölur sem komið hafa fram í fjölmiðlum.

24.700 EINSTAKLINGR SEM ÞURFA HJÁLP TIL AÐ HALDA JÓL Á ÞVÍ HERRANS ÁRI 2012!

Á sama tíma kemur þetta viðundur sem kallast velferðarráðherra fram í kastljósi og segir berum orðum að lífeyrisþegar hafi ekkert með meiri tekjur að gera.  Það dugi þeim sem þeir fái nú þegar.

Í gær, Miðvikudagskvöldið 19 Des var Guðbjartur Hannesson, svokallaður velferðarráðherra í viðtali hjá Simma í Kastljósinu og þjarmaði Simmi mjúklega að Gubba ræflinum.  Ekki þó þannig að hann færi grátandi frá borði en nóg til að fá það upp úr þessum frambjóðanda til formanns Samfylkingarinnar, að hann taldi sig talsmann fyrir norrænu velferðarkerfi en augnabliki síðar var hann búinn að taka þann pól í hæðina að lífeyrisþegar væru bara með anskotans nógar tekjur á mánuði og ættu ekkert skilið meiri hækkannir á næsta ári en þessi 2,9% sem gert er ráð fyrir um áramótin.  Þetta þýðir væntanlega einhverjar fimm þúsund krónur á þann sem er með 200 þúsund á mánuði áður en skatturinn kemst með krumlurnar í það.

En hver er lögbundin hækkunn sem Gubbi fær á sín laun um áramótin?  Er það ekki eitthvað um 10% eða hátt í 70 til 80 þúsund?
Það er ekki nema von að honum sé skítsama um lífeyrisþega í landinu enda var ekki hægt að túlka orð hans í kastljósinu öðruvísi.  Þokkalegt formannsefni það og ekki efnilegt til að afla sér vinsælda.

Það er skelfilegt að horfa upp á þennan mann koma fram með þeim hætti sem hann gerir í kastljósinu og ég persónulega veit um talsvert af fólki sem fær enga aðstoð fyrir jólin og þarf að lifa á grjónum, hafragraut, núðlum eða öðru tilfallandi því það einfaldlega hefur ekki efni á að kaupa sér mat fyrir jólin og vill ekki leita til hjálparstofnanna.  Stoltið er of mikið og líka hugsa margir sem svo, að það séu aðrir sem eigi að ganga fyrir því þeir hafi það verra.

Gubbi ætti að sjá sóma sinn í því að hunskast á morgunn til Mæðrastyrksnefndar eða Fjölskylduhjálparinnar og sjá með eigin augum það sem þar er að gerast í stað þess að koma fram með þeim hroka sem hann gerir í kastljósinu í gær, og leggja hönd á plóginn, ræða við fólk og sjá og heyra hvernig ástaðndi raunverulega er.

En ég skal veðja sálu minni að hann gerir það ekki, heldur felur sig og sitt skítlega eðli í fílabeinsturni eigin hroka þar sem hann hefur rétt fyrir sér og allt annað sé lygi og þvættingur.
Svo vona ég að þeir sem kjósa samfó að vori hafi vit á að strika yfir nafn Guðbjartar Hannessonar (ó)velferðarráðherra.  Hann er búinn að sýna og sanna sitt rétta innræti.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband