Afþakkaði ókeypis húsnæði úti á landi

Þessari konu var boðið ókeypis húsnæði út á landi meðan hún er að vinna í sínum málum en hún afþakkaði það, sagðist frekar að hún muni sofa í bílnum með börnin.

Ég hugsa að þetta geri hún til að þrýsta á að henni verði úthlutað félagslegu húsnæði en um leið gat ég ekki gert að því að hugsa að þetta væri ákveðin tegund af hroka þar sem ekki væri vilji til að flytja út á land.

Ekki ætla ég svo sem að dæma um það en samúð mín með þessari konu fauk út í veður og vind því ekki er hún að gera börnunum sínum neitt gott með því að neyða þau til sofa í bíl við allskonar veður og komið fram á aðventu.

Skynsamlegra hefði verið hjá henni að þyggja þetta góða boð barnana vegna og hún hefði svo geta unnið í því að fá húsnæði í bænum vitandi að börnin væru í öruggu skjóli.

Það hefði verið skynsamlegra.


mbl.is Einstæð móðir komin á götuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er nú skiljanlegt, setjir þú þig í spor annarra svona einu sinni í spor annarra !

Hugsaðu nú svona einu sinni með heilanum ekki einhverjum öðrum líkamshluta !

Konan er nýlega búin að missa barn sem er eitthvað það sárasta sem nokkur getur upplifað. Sömuleiðis eru börnin hennar nýbúin að missa systkyni sem er skelfieleg lífsreynsla fyrir þau.

Aupvitað vill konan forðast frekara álag sem það að flytja út á land með börnin sem missa þá vinahóp til viðbótar öllu öðru !

Þannig yrðu þá börnin sömuleiðis að skipta um skóla einnig sem ermikið álag út af fyrir sig þó ekki væri þessi sári fjölskylduharmleikur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.12.2014 kl. 13:42

2 Smámynd: Jack Daniel's

Ég get alveg sett mig í spor annara og geri það reglulega.  Hef sjálfur misst barn, sonur minn hengdi sig 19 ára gamall inni á geðdeild FSA fyrir tæpum tveim árum svo ég þekki þetta alveg.

Það yrði samt sem áður gott fyrir bæði hana og börnin að skipta um umhverfi og kynnast nýju fólki.
Börn eru almennt fljótari að aðlaga sig nýjum aðstæðum og finna sér félaga og vini heldur en við sem fullorðin erum.

Svo ætla ég að ráðleggja þér eitt.  Ekki áætla á fólk að það hugsi ekki áður en það tjáir sig og taktu sjálfur þetta ráð til þín að hugsa með heilanum, því ekki gerðir þú það þegar þú skrifaðir þessa umsögn.

Jack Daniel's, 1.12.2014 kl. 14:05

3 identicon

Er þetta ekki sama konan og fór með dóttir sína fársjúka til Bretlands fyrir nokkrum árum þar sem henni fannst læknar hér ekki nógu góðir. Læknar í Bretlandi áttu að vera svo miklu betri kom fljótt aftur til baka. Að þiggja ekki frítt húsnæði þó að úti á landi fyrir sig og börninn finnst mér hún sýna hroka.

Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 14:20

4 identicon

Gott comeback hjá þér Jack Daniel's. Þessi Predikari er algjört helvítis fífl. Hef séð hann skrifa oft áður og það vantar ansi mikið í hausinn á honum, á sama tíma sem að hann telur sig yfir alla aðra hafna, hence þetta fáránlega nafn sem að hann hefur valið sem "dulnefni".

Iris (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 14:43

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Svona í ljósi fyrri athugsemdar sem hér er að ofan finnst mér rétt að benda á að þessari konu var boðið félagslegt húsnæði í Reykjavík sem hún taldi sig ekki geta tekið þar sem að hún vill að börnin hannar skipti um skóla.  Reykjavík á náttúrulega í erfiðleikum með að koma á móts við ýtrustu kröfu allra.

Þetta er úr frétt á mbl.is 3 nóvember:

„Mér var lofað íbúð í síðustu viku í hverfi þar sem dætur mínar eru í skóla en það gengur ekki upp. Dætur mínar tvær voru í skóla þar sem systir þeirra lenti í slysi og lést. Ég þurfti því að skipta um skóla. Önnur dóttir mín gat ekki hugsað sér að fara í þennan skóla,“ segir Ragna sem er nú einhleyp en barnsfaðir hennar býr á Englandi..

Minni á að það eru 800 manns á biðlistum eftir húsnæði en við heyrum nær eingöngu í þessari konu og fjölskyldu henna og ekki hikað við að setja myndir af börnunum með svo allir tengi þau við þessi mál hvar sem þau sjást.

Hún hefur jú verið reglulega í fjölmiðlum síðustu árin og sagt sína skoðun. En það er yfirleitt bara hennar hlið á málunum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.12.2014 kl. 14:43

6 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ef hún fer út á land dettur hún sjálfkrafa af biðlist þar sem lögheimili verður annað.

Ásta María H Jensen, 1.12.2014 kl. 14:46

7 identicon

Þessi blessaða kona virðist vera styrkjasvindlari og hefur verið safnað fyrir hana trekk í trekk, sjá facebook hennar þar sem hún er með Herbal life sölu og þjálfun, lifir í glaum og gleði en situr og heimtar og heimtar, ekki góð móðir ef rétt reynist, vorkenni börnunum hennar alveg svakalega.

Tjaldur (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 15:37

8 identicon

Sammála Jack Daníels, Magnúsi og Tjaldi.Þessi kona hefur að virðist notað opinbera kerfið til hið ýtrasta og lítið unnið í sínum málum nema í gegnum fjölmiðla.Hafnar íbúð í Rvk þar sem biðlistinn er 800 manns !! Ég hef djúpa samúð með henni vegna andláts barns hennar en hún notar þvi miður þá samúð ílla og gerði meðan barnið hennar var veikt. Hún rauk af stað til útlandi með veikt barnið,kvartaði stöðugt i blöðin.Safnað var fyrir þessa konu mörg hundruðum ´þúsunda króna í styrki sem hún virtist nota annað en beint í barnið,dýr húsgögn, dýr merkjavara á hennar eigin fatnaði er það sem manni hefur birts i blöðum og sjónvarpsviðtölum.Notar svo hin börnin í fullri mynd eins og birtist þarna í þessarri frétt. Get ekki séð á nokkurn hátt að hún sé að hugsa um börnin sín með svona hegðun.

guðrún (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 16:40

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er bara tilætlunarsemi.  Það er alveg til nóg af fólki sem ætlast í alvöru til þess að fá bara allt upp í hendurnar án vinnu.

Ekki virðingarverð hegðun, og það má alveg benda á þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.12.2014 kl. 17:25

10 identicon

Já þessi byrjuð með sinn söng enn og aftur! Staðin að lygum og svikum bulli og rugli aftur og aftur. Notfærandi sér veikindi dóttur sinnar til að komast yfir fjármuni og annað. Manni verður óglat bara.

ólafur (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 18:30

11 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góður, JD. Predikaranum rústað.

Hörður Þórðarson, 1.12.2014 kl. 18:30

12 Smámynd: Jack Daniel's

Takk öll fyrir góð svör því þarna kemur margt fram í dagsljósið sem ekki var vitað um áður nema að litlu leyti.

Hörður, það þarf stundum að gefa sjálfskipuðum predikurum að braðga á sínum eigin eiturpillum.

Jack Daniel's, 1.12.2014 kl. 19:45

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Leiðinlegt að heyra að síðuhafi hafi misst barn í sjálfsvíg. Bið þér blessunar af þeim sökum, Það er ekki þar með sagt að þú þekkir allar aðstæður þær sem þessi móðir er í og systkinin sem eftir lifa. Mér sýnist þú ekki setja þig í spor þeirra miðað við hvernig þú skrifar um þetta hér að ofan.Vissulega ert þú í sömu sporum hvað barnsmissinn varðar en þar með er upp  talið. 

Ein ástæðan var nefnd hér að ofan að flytjii hún út á land dettur hún út af biðlistanum sem einsmálsfylkingin er búin að gera óbærilega langan þar sem hún hefur ekki frekar en þeir gerðu í meðreiuð Gnarrsins byggt eða keyot húsnæði um langan aldur í ráðandi stöðu sinni við valdastólkana. Félagslegu húsnæði hefur fækkað í tíð þessa fólks sem gefur sig þó út fyrir að vera fyrir þá sem eiga bágt en gera ekkert fyrir þá sem heitið getur.

Þeir eru kannski á móti félagsþjónustunni þar sem henni var komið á fót fyrir tilstilli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir um 5 áratugum ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.12.2014 kl. 23:52

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég samhryggist þessari fjölskyldu hennar Rögnu Erlendsdóttur, og henni sjálfri innilega.

Langvarandi veikindi fjölskyldumeðlims (og það barns), ásamt svikum kerfisins sem á að aðstoða í erfiðleikum, reynist oft sterkasta fólki ókleifur múr.

Það er víst öllum hollast, (að sjálfri mér meðtaldri), að dæma ekki þá sem glíma við hvorutveggja: hörmuleg læknamistök á Íslandi, og hörmulega fordóma og höfnun af "þjónustukerfi" hins opinbera og svikula!

Skammist ykkar sem vogið ykkur að hreyta svona fordómum í þessa kerfissviknu fjölskyldu! Sorgin, sálræna niðurbrotið vegna kerfissvika, og húsnæðishrakhólarnir, eru þeim örugglega nógu erfið raun, þótt svona sleggjudómar, útskúfun og skilningsleysi bætist ekki ofan á allt!

Það þótti í lagi hér áður fyrr að senda fólk eins og sálarlausan bögglapóst út á land, og jafnvel sundra fjölskyldum, þegar siðlausu auðvalsrusli þóknaðist svo. Það var siðlaust og ófyrirgefanlegt framferði hins opinbera kerfis, gagnvart varnarlausu fólki í þá daga. Og þannig meðferð er ó-umdeilanlega ófyrirgefanleg i dag.

Að leggja slíkt á fjölskyldu í sorg og sárum, árið 2014? Það er mér með öllu óskiljanlegt grimmdarverk! Og það í landi sem hefur nóg af tómum íbúðum!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2014 kl. 00:10

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek undir pistil Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 00:15

16 identicon

Er eithvað svona fleira úr einkalífi þessa einstaklings sem þú ert til í að birta hérna á mbl.is. Eithvað svona skemmtilegt til að upplýsa okkur betur um hana, heldur þú tildæmis að hún sé ekki bara best geymd á götunni. Endilega ef þú veist eithvað meira persónulegt um hana ekki hika, bombaðu því bara hérna á mbl.is. Fáviti!

Serious (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 05:17

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Serious.

Á hvern ertu að senda pillur ? Það vantar tilvísun í ádrepunni þinni um það hverjum þú beinir orðum þínum. Svo bendir síðasta orðnotkun þín ekki til að þú viljir láta lesendur taka mark á þér,

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 10:02

18 Smámynd: Landfari

guðrún, það var safnað fyrir þesssa konu gott betur en mörg hundruðum þúsunda. Það var safnað mörgum tugum milljóna.

Það sorglega er að það hafa mörg börn liðið fyrir fragöngu þessarar konu gegnum tíðina,ekki bara hennar eigin.

Landfari, 2.12.2014 kl. 11:53

19 identicon

Ég var nú bara að beyna orðum mínum að keli.blog.is og svo núna að Landfara, eithvað fólk sem að er að fullyrða um einhverja hluti sem það annaðhvort hefur ekki hundsvit á, eru lygar, og hvort sem er þá eru fullyrðingar þessa auma hóps nafnleysingja þvættingur. Þú veist Þ-V-Æ-T-T-I-N-G-U-R. Ef að orðið "fáviti" hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum sem í algeru sakleysi sínu situr með geislabaug sinn við tölvuna og dreifir persónuníð, þá so be it.

Serious (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 13:16

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Serious.

Já ég er sammála því að það virðist sem það sé verið að níða skóinn af þessari konu sem hér um ræðir - af fólki sem of oft virðist ekki vita það sem rétt er, eða bara stráir um sig af vanþekkingu og sleggjudómum og megi það hafa skömm fyrir sem hegðar sér þannig.

Of mikið er af fólki sem fer mikinn á bloggi og kommentasíðum fjölmiðla og blaðrar úr sér fingurna í tómri steypu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 14:21

21 Smámynd: Jack Daniel's

Ég hef ekki lagt í vana minn að skrifa pistla án þess að leita mér heimilda og annað hef ég langt fram yfir ykkur tvo Serious og predikari, ég kem fram af heiðarleika og hreinskilni undir fullu nafni.

Þið tveir hræsnarar skuluð hafa það hugfast að þið eruð ekkert annað en heiglar og ræflar sem vegið að fólki úr launsátri í sljóli nafnleyndar af því þið hafið ekki kjark, getu né heiðarleika til að standa með orðum ykkar og þið skrifið án þess að afla ykkur upplýsinga um málin eða færa nein rök fyrir þeim.
Það eina sem þið hafið fram að færa er heimska ykkar, vanþekking, sleggjdómar og hegulsháttur.

Þið eruð hreinræktað dæmi um það sem heitir nettröll og meindýr og slíkum ófögnuði eyðir maður alla jafna af síðum sínum eða lokar á þau.  Ég ætla þó að leyfa þessum ummælum ykkar að standa svo aðrir geti haf það sem víti til varnaðar að sjá tröllaskap ykkar svo þeim sé hægara um vik að loka á ykkur.

Mun ekki svara neinum af ykkar skrifum í framtíðinni enda verður heiglum, tröllum og öðrum meindýrum eytt miskunarlaust út í framtíðinni.

Jack Daniel's, 2.12.2014 kl. 16:10

22 Smámynd: Landfari

Serious, það er greinilegt að þú hefur ekkert fylgst með þessu máili gegnum árin.

Ef þú segir mig ljúga þá er rétt að þú upplýsir hvað safnast hafa háar fjárhæðir í söfnunum fyrir þessa konu og af hverju börnunum hennar var af þar til bærum aðilum talið betur borgið í umsjón annara en móður á tímabili meðan á þessu stóð.

Komdu með staðreyndir málsins en ekki innihaldslausar ásakanir um lygar. Ef ekki þá hljóta lygarnar að dæmast á þig sjálfan, hver sem þú ert.

Landfari, 3.12.2014 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband