Kaupmáttaraukning og hagvöxtur í landinu samkvæmt Jóhönnu og Steingrími

Á sama tíma og Jóhanna og Steingrímur hrósa sér af auknum hagvexti í landinu og auknum kaupmætti almennings fáum við stöðugt fréttir af því að fleiri og fleiri fjölskyldur og einstaklingar þurfi á hjálp að halda til að eiga fyrir mat um jólin.  Hér að neðan er yfirlýsing frá Sigurveigu Bergsteinsdóttur formanni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar.
Hjálparstarfinu á Eyjafjarðarsvæðinu bárust 300 beiðnir um aðstoð fyrir jólin. Á bak við hverja umsókn getur verið allt fá einum einstaklingi upp í sex til átta manna fjölskyldu, þannig að ekki hægt að áætla nákvæmlega hversu margir njóta hjálpar.
„Þorri fólks sér ekki leið út úr vandanum og reynir að lifa fyrir daginn í dag. Kvíði vegna næstu mánaðamóta er algengur, enda vilja flestir standa í skilum ef þess er nokkur kostur.“
Hér má lesa viðtalið við hana í heild sinni.

 Hvað segir þetta okkur?
Er þetta ekki bein staðfesting á því að þrátt fyrir "exelskjölin" sem Steingrímur og Jóhanna vitna í, séu þeir útreikningar eitthvað meira en lítið rangir, viljandi eða óviljandi.

Það eru daglegar fréttir í fjölmiðlum núna að það séu alltaf fleiri og fleiri sem þurfa á hjálp að halda í okkar litla landi.  Fólk sem er að reyna að standa skil á kolólöglegum lánum sem hækka bara og hækka þrátt fyrir að borgað sé samviskulega af þeim.  Fólk sem hefur misst allt sitt eftir hrunið og lepur dauðann úr skel.

Öryrkjar og aldraðri sem hafa orðið fyrir mestum skerðingum á tekjum þó svo Steingrímur og Jóhanna segi annað.  Þeir sjá það á launaseðlinum.
Þar telur hvað mest skerðingar vegna tekna maka og vegna tekna úr lífeyrissjóði sem er króna á móti krónu.

Maður spyr sig því enn og aftur, hverjir eru það sem njóta "hagvaxtarinns" og "kaupmáttaraukningarinnar"?  Ekki almenningur í landinu amk.  Það er augljóst.


mbl.is „Mikil neyð hjá mörgu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þvílík veruleikafirring í ráðamönnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:16

2 Smámynd: Jack Daniel's

Þú verður að athuga það, að Jóhanna hefur setið á alþingi frá 1974 og er ekki í neinum tengslum við fólkið í landinu.
Steingrímur hefur setið álíka lengi og heldur þú að gamli komminn sé í einhverjum tengslum við raunveruleikann?  Nei.  Hann vill bara koma á kínversku eða norður Kóresku kommúnismakerfi hér á landi.  Dreymir blauta drauma um það á hverri nóttu og bölvar Jóhönnu að þvælast fyrir sér í þeim efnum þegar hann vaknar á morgnanna útbrundaður.

Jack Daniel's, 16.12.2012 kl. 12:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega ætti að takmarka með  lögum setu fólks á alþingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 12:22

4 Smámynd: Jack Daniel's

Já mér finnst að það ætti að gera það.

Þrjú kjörtímabil ættu að vera algert hámark.

Jack Daniel's, 16.12.2012 kl. 13:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það ætti að vera eitthvað þannig. því fólk verður ótrúlega fljótt samdauna sjálfum sér og vinnustaðnum og gleymir fyrir hverja þau vinna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 13:49

6 Smámynd: Jack Daniel's

Hárrétt og maður sér það vel á þeim þingmönnum sem hafa fengið að rykfalla á þingi í áratugi eins og Jóhanna og Steingrímur.  Pétur Blöndal og fleiri mega alveg láta sig hverfa af þessum vettvangi.

Ég vil að það verði sett lög sem banna það, að þingmenn sitji meira en 3 kjörtímabil.

Jack Daniel's, 16.12.2012 kl. 14:44

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna talar þú þvert gegn staðreyndum. Frá hruni hafa bætyur elli- og örorkulífeyrisþega hækkað meira en laun og því hafa þeir hópar ekki orðið fyrir meiri tekjuskerðingum en aðrir. Greiðslur til þeirra sem minnst hafa úr þeim hópi hafa meira að segja hækkað meira en neysluvísitala. Kaupmáttur þeirra hefur því aukist enda hefur hlutfall lífeyrisþega með tekjur undir fátæktarmörkum minnkað frá hruni.

Ástæða minnkaðs kaupmáttar almennings er hrunið en ekki aðgerðir stjórnvalda. Ástæða þess að þeim sem ekki eiga fyrir mat fjölgar er sú að hluti þessa fólks hefur gerað gengið á varasjóði sína til dæmis viðbótasparnað eða jafnvel selt bílana sína sérstaklega þeir sem áttu fleiri en einn. Þeir sjóðir eru núna að klárast hjá mörgum og þess vegna versnar staðan.

Kaupmáttur launþega hefur batnað að meðaltali síðustu ár. Það eru staðreyndir. Hins vegar eru ekki allir í meðaltalinu og margir misstu möguleika á yfirvinnu þannig að ekki eru allir með sömu þróun og í meðaltalinu.

Samkvæmt kjarakönnunum eru það fjölskyldur með mörg börn sem eru í verstu stöðunni í dag en ekki lífeyrisþegar. Það er vegna þeirrar niðurstöðu sem nú stendur til að auka framlög til barnabóta um 2,5 milljarða á næsta ári.

Sigurður M Grétarsson, 16.12.2012 kl. 15:20

8 Smámynd: Jack Daniel's

Þetta er argasta bull í þér maður.
Ég er öryrki og ég veit nákvæmlega hvað ég fæ á mánuði.
Þetta eina ár sem liðið er frá því ég flutti hingað til íslands aftur hefur kaupmáttur minn rýrnað um rúm 15% enda var ég að fara yfir bókhaldið mitt fyrir árið svo ég veit nákvæmlega hvað ég er að tala um.

Ég hef í dag rétt efni á að borga leigu, tryggingar, rafmagn, hita og áskriftir sem ég er með.  Með algeru aðhaldi á ég síðan fyrir nauðsinjum í svona 12 til 15 daga ef ég leyfi mér ekkert annað.

Fyrir ári síðan gat ég leyft mér allt að 3 til 4 ferðir til Reykjavíkur í mánuði en nú hef ég varla fyrir eldsneyti í eina ferð.

Fyrir ári síðan gat ég keypt jólamatinn, núna þarf ég að snýkja hann.

Svo ekki reyna að bera svona kjaftæði á borð fyrir mig því ég þarf að lifa á bótunum sem þú heldur að séu svo gífurlega háar.

Jack Daniel's, 16.12.2012 kl. 15:46

9 identicon

Þetta er andskotans viðbjóður, þessi hagvöxtur sem jóhanna heldur að sé hérna á landinu.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 18:19

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jack Daniel's. Prófaðu að bera saman hækkun örorkubóta frá Tryggingastofnun ríkisins frá árinu 2008 og hækkun launavísitölu frá sama tíma. Þá munt þú sjá að þessar bætur hafa hækkað meira en laun frá þeim tíma. Vissulega kemur annað út ef þú skoðar þetta frá ársbyrjun 2009 en um áramótin 2008/2009 hækkuðu bætur til tekjulausra lífeyrisþega um 20% og því kemur að sjálfsögðu annað út þegar farið er í næsta mánuð eftir þá hækkun og borið saman það sem hefur gerst frá þeim tíma eins og þeir hafa gert sem hafa verið að færa rök fyrir því að bætur hafi hækkað minna en laun seinustu ár.

Það er líka mjög erfitt fyrir láglaunafólk að ná endum saman og þeirra tekjur hafa hækkað minna en bætur almannatrygginga. Það eru staðreyndir sem blasa við ef skioðaðar opinberar tölur um þetta. Skoðaðu bara launavísitölu og tölur um lágmarkslaun á vef Hagstofu Íslands og tölur um þróun lífeyrisbóta á vef Tryggingastofnunar ríkisins og þá sérð þú að ég fer með rétt mál.

Sigurður M Grétarsson, 16.12.2012 kl. 21:38

11 Smámynd: Jack Daniel's

Ég veit allt um þetta og hef kynnt mér það.  Ég veit lika hvernig ástandið er á mínu heimili og í hvað tekjurnar duga.

Staðreyndin er, að hækkunn vöruverðs og þjónustu er svo mikil að þessar hækkannir á launum á móti hafa í reynd orðið að kjaraskerðingu.

Það má leika sér endalaust með tölur í Exel en þær segja ekki alltaf sannleikann.

Jack Daniel's, 17.12.2012 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband