Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Að líta sér nær

Vissulega er það frábært þegar safnanir af þessu tagi ganga vel og yfir því má gleðjast en, það er alveg með ólíkindum, að það sé aldrei hægt að fara af stað með svona framtak fyrir þá íslendinga sem eiga hvað erfiðast yfir jólin og eiga ekki fyrir mat.
Af hverju ekki koma af stað söfnun fyrir Fjölskylduhjálpina eða aðra sem standa að matarhjálp fyrir fátæka á íslandi?  Jú svarið er einfalt.  Það er ekki nógu fínt.  Það er nefnilega svo flott og fínt að geta titlað sig alheimsforeldri en það er ekkert fínt við það að styrkja íslendinga sem eru upp á náð og miskunn hjálparstofnana komin vegna þess að ekki eru til peningar fyrir mat eða öðrum nauðsinjum.

Sorgleg þróun og sýnir svolítið hvernig íslendingar hugsa.


mbl.is 161 milljón safnaðist á degi Rauða nefsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben gerir sig enn að fífli. Guðbjartur stakk upp í hann, sparkaði síðan rækilega í það og rak svo rækilega ofan í BB að hann talar með rassgatinu næstu 3 árin.

Bjarni Ben bjánaformaður ætlaði að svo aldeilis að drulla yfir stjórnina út af vandræðum íbúðarlánasjóðs og sté í pontu og jarmaði þar út úr sér eftirfarandi.

Bjarni minnti á að árið 2010 hefði þáverandi félagsmálaráðherra sagt að eigið fé sjóðsins myndi halda áfram að lækka ef ekkert yrði gert. Það vantaði 22 milljarða til að koma eigið fénu upp í 5%. Og tvo milljarða til viðbótar til að viðhalda því. Á daginn hefði komið að um mikið vanmat væri að ræða því að það vantaði 22 milljarða til viðbótar til að koma eigið fé sjóðsins upp í 3%.
Bjarni sagði að markaðsvirði krafna Íbúðalánasjóðs út á markaði væru um 200 milljörðum lægri en bókfært er í bókhaldi Íbúðalánasjóðs.

Glaðhlakkalegur með stórkallalegu glotti gekk hann úr púltinu en Guðbjartur Hannessin blimskaði kvikindislega á hann augum um leið og hann gekk í ræðupúlt og tjáði Bjarna það sem Bjarni átti að vita sem formaður flokksins sem kom sjóðnum í þessa stöðu.

Guðbjartur Hannesson sagði að rekja mætti vanda Íbúðalánasjóðs til kerfisbreytinga frá árinu 2004. Ákvarðanir sem þá voru teknar sýndu að stjórnmálamenn þyrftu að vanda sig. Lántakendum gætu greitt upp lán en Íbúðalánasjóður gæti ekki gert það og sæti uppi með alla áhættuna.

Guðbjartur sagði að nú væri mikilvægast að menn tækju sameiginlega á vanda sjóðsins. Ríkisstjórnin hefði sett fram tillögur sem ætti eftir að vinna betur úr.

Snilldarlegt kjaftshögg á Bjarna sem gróf holu, skeit í hana og datt svo ofan í.
En þetta var ekki búið því nú kom Kögunarbarnið sjálft skeiðandi í púltið með handaslætti og fyrirgangi og ætlaði sko að bjarga Bjarna vini sínum frá að drukna í eigin drullu.
Kögunarbarnið upphóf raust sína og sagði; 

Að þetta mál sýndi hvers konar mistök hefðu verið gerð við stofnun nýju bankanna. Þá hefði átt að flytja öll íbúðalán bankanna yfir til Íbúðalánasjóð, en lánin fengust þá með miklum afslætti.

 Kom þá Björn Valur Gíslason og ýtti við kögunarbarninu sem datt ofan í holuna til Bjarna.

sérkennilegt af Sigmundi Davíð að setja málið þannig upp að vandinn hefði átt sér stað eftir hrun. Vandi sjóðsins væri allur kominn til fyrir árið 2009.

Svömluðu því saman í drullupyttinum, Bjarni og Simmi vitandi upp á sig skömmina.  En þó drullan læki af þeim báðum neita þeir því að það eru þeir sem eru að skíta út allt alþingi, störf þess og aðra þingmenn.

Að minnsta kosti er það sú sýn sem ég hef á þá atburði sem eru að gerast á Litla Klepp við Austurvöll.


mbl.is Þarf að greiða upp 15 milljarða í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt? Nei! Þetta er bara Copy / Paste af vef Landlæknis

ImagineSá eða sú sem afritar þessa svokölluðu frétt af vef Landlæknisembættisins ætti ekki að hafa blaðamannaskírteini.  Þessi auma mannvera hefur ekkert gert til að afla sér nánari upplýsinga um þau dauðsföll sem eru í rannsókn, aðeins farið inn á vef Landlæknis og copy / paste-að það sem þar er er að finna inn í fréttakerfi mbl, bætt við tenglum og látið gott heita.

Það kemur ekkert fram um við hvaða aðstæður þessir sjúklingar létust, af hvaða sjúkdómum eða vegna vanrækslu eða af öðrum orsökum.  Svona vinnubrögð eru náttúrulega engum fjölmiðli til sæmdar né heldur þeim sem fréttina skrifar heldur verður þetta skömm þeirra í framtíðinni.

Hér er pdf skjal sem er nánast samhljóða fréttinni, og hér er fréttin á vef landlæknisembættisins.

Maður spyr sig hvaða tilgangi svona aumingjaskapur þjónar?  Af hverju ekki fá nákvæmar tölur og staðreyndir í stað þess að hanga við tölvuna á fullu kaupi og nenna ekki vinna vinnuna sína.  þvílíkur aumingi.

Hvað frömdu margir sjálfsmorð inni á heilbrigðisstofnunum landsins vegna þess að ekki var hægt að hafa eftirlit með þeim vegna fjárskorts viðkomandi stofnanna?  Vita ráðamenn það?  ÉG vil svör.


mbl.is Fjögur dauðsföll tilkynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnislaus og gjörspilltur formaður.

 Það verður seint sagt um Bjarna greyið að hann stigi í vitið þegar hann tjáir sig.  Hér að neðan verða rifjuð upp nokkur kostulega heimskuleg tilsvör frá honum svona til að fólk átti sig á því hvern mann hann hefur að geyma og hvernig forsætisráðherra hann kæmi til með að verða ef almenningur í landinu lætur þá heimsku eftir sér að kjósa sjálfstæðisflokkinn.  Einnig væri alveg ráð að skoða í restina stefnumál flokssins svo fólk átti sig á því að flokkurinn er ekkert að fara að vinna að hag almennings í landinu komist hann til valda.
Þegar kom að því að greina frá því hvenær það var sem hann skrifaði undir brást hins vegar minni Bjarna. „Ég man það ekki nákvæmlega. [...] Það hefur verið mánudaginn 11. febrúar 2008 eða þriðjudaginn 12. febrúar.“

 Í gær var svo talað við Bjarna vegna aðkomu hans að Vafningsmálinu og þá sýndi hann af sér einstakan hroka þegar fréttamaður Rúv spurði hann um aðkomu hans að málinu og nánast gargaði á fréttamanninn að hann væri ekkert í neinni yfirheyrslu og kærði sig ekkert um svona spurningar.   Var sem sé með kjaft og stæla, alveg gríðarlega móðgaður.
Lára Hanna Einarsdóttir tók saman smá vídópistil sem skýrir ákaflega vel afstöðu Bjarna og af hverju hann varð svona fúll.  Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Fallegt ekki satt?

En þetta er ekkert það eina sem hægt er að týna til.
Hér að  neðan er viðtal sem tekið var við Bjarna á Harmageddon og var birt á vefnum Alþingisvaktin.

Bjarni Ben gerir sig að fífli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, pissar ítrekað í skóinn sinn þessa dagana. Nýjasta slysið varð í útvarpsþættinum Harmageddon.

Á fimmtudaginn fjallaði Alþingisvaktin um stórkostlega fáfræði Bjarna hvað varðar álver og virkjanaframkvæmdir. Jafnframt var þeirri spurningu velt upp hvort Bjarni væri ef til vill ósammála þeim 97% loftslagsvísindamanna sem telja að loftslagsbreytingarnar séu af manna völdum.

Að þessu sinni ætlar Alþingisvaktin að rýna í skoðanir Bjarna á trúmálum og kirkjuskipan á Íslandi.


Hægrimenn nú til dags leggja mesta áherslu á að einstaklingurinn fái að nýta sem stærstan hluta tekna sinna eins og hann sjálfur kýs; skattheimtu sé haldið í lágmarki. Í slíku samfélagi rekur ríkið ekki fleiri samfélagsstofnanir en nauðsyn krefur.

Bjarni Benediktsson gefur sig út fyrir að vera hægrimaður. Hann vill minnka báknið og hefur gagnrýnt fyrirrennara sína í Sjálfstæðisflokknum fyrir að leyfa bákninu að blása út. Bjarni vill skera rækilega niður í velferðarþjónustu þrátt fyrir að það komi augljóslega niður á þeim samfélagsþegnum sem minna mega sín. Sem er ekki sérlega kristilegt.

En þrátt fyrir niðurskurðargredduna vill Bjarni ríghalda í Þjóðkirkjuna. Með öðrum orðum: hann vill neyða alla til að borga fyrir trúariðkun sumra. Í viðtali í Harmageddon sagði hann:

Ég er einn af þeim sem vilja hafa Þjóðkirkju á Íslandi. Ég er bara sáttur við það.

Umræðurnar um Þjóðkirkjuna héldu áfram og hver gullkornin á fætur öðrum hrutu af vörum formannsins. Þegar þáttastjórnendur bentu á ósanngirnina sem felst í því að einn söfnuður njóti sérkjara sagði Bjarni:

Hvernig ætla menn að botna þessa vísu? Menn eru eitthvað spenntir fyrir því að afnema Þjóðkirkjuna og aðskilja ríki og kirkju, en hvar á að botna þessa vísu? Hvað með krossinn í fánanum?

Nú stendur Alþingisvaktin á gati. Af hverju fór Bjarni að blanda þjóðfánanum inn í þessa umræðu? Hann hefur ótrúlegt hugmyndaflug. Og hann lét ekki staðar numið hér.

Hvað með frídagana? Ætliði að halda upp á jólin?

Þegar hér var komið sögu bentu þáttastjórnendur Bjarna á að jólin eru heiðinn siður. Þau voru haldin hér á landi löngu áður en að Íslendingar tóku kristni. Þá stökk Bjarni upp á nef sér:

Áður en að kristnin kom? Hvar ætliði að botna þessa umræðu?

Bjarni þyrfti að lesa Sögu daganna eftir Árna Björnsson. Hann er afar óupplýstur um íslenska menningu og rætur hennar þrátt fyrir að hann leiði „sjálfstæðis“-flokk og slái sjálfan sig ítrekað til riddara í baráttu gegn vondu körlunum í útlöndum.

Bjarni virðist eiga erfitt með að mæta í viðtöl án þess að verða sér og flokknum sínum til skammar. Kannski er hann smám saman farinn að gera sér grein fyrir þessu. Hann neitaði að minnsta kosti DV um viðtal. Þorði ekki af ótta við að vera spurður um Vafningsmálið – sakamál sem hann átti aðild að (sem er býsna neyðarlegt fyrir mann sem langar að verða forsætisráðherra Íslands).

Mogginn fékk hins vegar að kíkja í heimsókn til Bjarna og Þóru eiginkonu hans og skoða eldhúsið. Þar fundust engir vafningar svo vitað sé til. En umfjöllun Moggans er samt allrar athygli verð. Fram kemur að eldhúsið sé í mikilli notkun á heimilinu:

Meira að segja eiginmaðurinn á þar sína spretti, að sögn Þóru. „Bjarni er reyndar ekki sá liðtækasti í eldhúsinu en hann á samt tvo eða þrjá rétti sem hann gerir mjög vel, hann má alveg eiga það,“ bætir Þóra við og kímir.

Þessu ber að fagna. Ólíklegt má þó teljast að Bjarni sé jafn tignarlegur í eldhúsinu og glæsimennið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Látum þetta gott heita og látum fólk dæma sjálft hvað því finnst um formann flokks sem hagar sér með þessum hætti.

 


mbl.is Minnið brást Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræna velferðarstjórnin? My ass

Hann segir jafnframt að fundir samninganefnda hafi verið færðir um stað með litlum fyrirvara eftir að hjúkrunarfræðingar hafi tilkynnt um að þeir mundu fjölmenna fyrir utan til að sýna samstöðu. Það hafi verið gert af yfirstjórn spítalans með litlum fyrirvara svo að aðgerðirnar væru ekki jafn áberandi.

Yfir tvö hundruð hjúkrunarfræðingar búnir að segja upp störfum á LSH og stjórn sjúkrahússins færir fundarstaðinn af ótta við starfsfólkið.
Það var mikið að þeir hreinlega auglýstu ekki bara að fundurinn væri á víðavangi eftir 15 mínútur, fundarlaunum heitið.

En að öllu gríni slepptu, þá veltir maður fyrir sér hvað stjórnvöld ætla lengi að þumbast við að hækka laun þeirra hópa hjá ríkinu sem eru langt neðan við öll velsæmismörk?
Hræsni stjórnvalda, lygar og blekkingar er nánast það eina sem maður fær að heyra oft á dag í fjölmiðlum.  Stjórnin gumar sig af bættum efnahag og hagvexti sem náttúrulega er ekkert nema haugalygi.  Einnig að atvinnuleysi hafi minnkað, (sem er kanski satt vegna gífurlegra brottflutninga af landinu og sjálfsvíga) og að kaupmáttur hafi aukist.

Nú spyr ég eins og fávís kona í barnsnauð.  Hvernig í fjandanum getur kaupmáttur aukist hjá fólki þegar launin hækka ekkert en allar neysluvörur, rafmagn, hiti og eldsneyti hækkar stöðugt í verði?

Getur verið að þetta ömurlega pakk sem situr í æðstu embættum þjóðarinnar, séu gjörsamlega eins vanhæf til að sinna því starfi sem þau eru í þegar það er búið að hrauna yfir lygina í þeim í öllum kommentakerfum netfjölmðla, á bloggsíðum og öðrum opinberum vettvangi? 

Ef þetta fólk fer ekki að sjá að sér og vinna sína vinnu í þágu almennings áður en kemur að kosningum, þá er hætt við að það verði blóðug bylting hér á landi því fólk vill ekki sjá fólk eins og Bjarna Ben vafningsformann og sjálfstæðisflokksógeðið við völd aftur enda þeirra sök að hér varð hrun né heldur framsóknarfjósið þar sem greindarvísitalan hefur hrapað æ hraðar undanfarin misseri og er nú komin vel niður fyrir frostmark.

Nei það þarf fólk sem þorir að taka á spillingunni og breyta þvi sem lygapakkið sem nú situr við völd lofaði að gera en sveik.  Afnema verðtrygginguna, breyta lögum um lífeyrisréttindi þjófahyskisins og sjálftökuliðsins á alþingi og tryggja með lögum að farið sé eftir stjórnarskrá landsins sem þingið brýtur á hverjum einasta degi ársins og hefur gert í mörg ár án þess að þeim sé refsað eins og lög gera ráð fyrir.

Almenningur er kominn með ógeð á þessu fólki sem situr á þingi og virðingin er farin fjandanns til og það ekki af ástæðulausu.

Virðing er nefnilega áunnin en ekki sjálfgefin.  Þingheimur ætti að hafa það hugfast.  Fólkið í landinu ber ekki snefil af virðingu fyrir alþingi íslendinga, þingmönnum og síst af öllum ráðherralygamörðunum.


mbl.is Á þriðja hundrað að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

White trash or trailer-trash

Fyrirsögnin vísar í það sem útleggst á íslensku ,,Hvítt rusl" og er þá verið að tala um fólk sem býr í hjólhýsagörðum í Ameríkuhreppi og er næst neðst í virðingarstiganum, rétt ofan við útigangsmennina og rónana sem lifa í ræsinu.  Það er litið niður á þetta fólk og það er litið hornauga þegar það fer í verslanir eða sækir sér þjónustu eða eiginlega hvar sem það kemur.  Gert að því grín og það niðurlægt á allan hátt.

Nú eru nokkrir þingmenn búnir að koma því svo fyrir, að í miðborg Reykjavíkur er stór grár kumbaldi vestan við Dómkirkjuna og er hann í daglegu tali nefndur Alþingishúsið.  Þessi kumbaldi er ,,trailer" okkar íslendinga þó þar búi enginn.  En það er líf þar.  Þar starfar fólk sem er búið með hegðun sinni og framkvæmdum að gera sig að White-trash í augum okkar íslendinga og tók endanlega steininn úr í kvöld þegar Þingmennirnir Lúðvík Geirsson og Björn Valur Gíslason gengu til skiptis fram fyrir ræðustól Alþingis með spjald sem á stóð „MÁLÞÓF“ og vísuðu spjaldinu í átt að sjónvarpsmyndavél sem í húsinu er meðan á ræðu Illuga Gunnarssonar stóð í kvöld.

Virðing fyrir þessu hvíta rusli er komin í núllpunkt og þjóðin vill þetta rusl burt.  Það eru landsmenn sem borga launin fyrir þessa vesalinga sem eru komnir nánast neðst í virðingarstigan í þessu landi.  Aðeins ræsisrotturnar og barnaníðingar standa þeim neðar og með sama áframhaldi ná þeir fljótlega á botninn.

Ég vona þingmanna vegna, að þeir fari nú að gera það sem þeir voru ráðnir af okkur lansmönnum til að gera en það er að vinna í okkar þágu en ekki haga sér eins og það heitir í Ameríkuhreppi, White Trash og hugsa um það eitt að púkka undir eigið rassgat.


mbl.is „Báðir hafa orðið sér til minnkunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband