Skítlegt eðli gengur í erfðir hjá Sjöllum.

 Meiru aumingjarnir sem þessi grey eru ef þessi frétt er sönn.
Skítlegt eðli sem gengur í erfðir hjá þessum flokki ásamt siðblindu og drullusokkshætti þeirra er hreint með ólíkindum.

Örvæntingarfullt herbragð

Fimmtudagur 23. apríl 2009 kl 22:03

Höfundur: ritstjorn@dv.is

Sögum fer af því að síðustu daga hafi sjálfstæðismann hringt í unga kjósendur á Suðurlandi og beðið þá að strika út nafn Árna Johnsen á kjörseðlinum óháð því hvaða flokk þeir hygðust kjósa. Vera má að einhverjir sjái í gegn um þetta herbragð en þeir sem láta blekkjast sitja uppi með ógildan kjörseðil ef þeir til dæmis krossa við xB en strika út nafn Árna sem er á lista xD.

Þykir mönnum sem sjálfstæðismenn séu orðnir býsna örvæntingarfullir. Jafnvel svo mjög að sumum frambjóðendum þyki nóg um að mæta hugsanlegum kjósendum sínum á opnum fundum og þurfa sífellt að svara óþægilegum spurningum um bankahrun, ábyrgð og spillingu.

 


mbl.is Höfðu áhrif á röðina á listum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Öss...

Ljótukallafélagið á kreiki...

Sigurjón, 25.4.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband