Trúir einhver þessum manni lengur?

Davíð hefur logið linnulaust í 17 ár að þjóðinni og merkilegt að nokkur skuli trúa þessum manni lengur.  Hann ásamt hyski sínu í sjálfstæðisflokknum, (Nasistaflokknum) ætti að sjá sóma sinn í að axla einu sinni ábyrgð og segja af sér og láta sig hverfa að fullu og öllu úr pólitík svo hægt sé að fara að vinna að því að koma landinu á réttan kjöl.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki til þess hæfur enda rúinn öllu trausti almennings í landinu og það mun sjást í næstu kosningum.
Ef Davíð mundi segja mér að himininn sé blár mundi ég fara út og fullvissa mig um að svo sé.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einmitt vandamálið. Þó maðurinn hafi rétt fyrir sér og segi rétt frá eins og er augljóst að hann er að gera hér þá trúa honum örfáir!!

Ef maðurinn gæti logið öllu þessu án þess að bankarnir hrektu það og hvað þá ríkistjórnin þá væri nú einhvað meira en mikið að.

En þá gæti þetta einmitt verið vandamálið. Fólk treystir honum ekki og líklega fær Jón Ásgeir loksins það sem hann er búinn að vera að vinna marktækt að frá því 2003 að Davíð hverfi alveg svo hann geti leikið sér meira með peningana sína. Því Seðlabankastjóri getur ekki starfað nema með trausti þjóðarinnar.

Synd og skömm að Jón Ásgeir hafi náð að lita svona marga hér á landi.

Björn Ívar Björnsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þessi skrif sýna hversu illa þú ert að þér í pólítík, Keli minn. Sjálfstæðisflokkurinn getur alls ekki talist sem nasistaflokkur. Nasistar eru svokallaðir þjóðernisjafnaðarmenn (national socialists), talsvert vinstra megin við miðju. Rétt er að benda á 1. maí-ræðu Hitlers, sem hófst á orðunum "Við erum sósíalistar!"

Nasistarnir, eins og aðrir sósíalistar, stefndu að því að öll meiriháttar starfsemi væri í höndum ríkisins, þvert á Sjallana, sem hafa reynt að koma í veg fyrir að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila.

Ef þú vilt finna íslenskan flokk sem hefur tileinkað sér þjóðernisjafnaðarstefnuna, nasismann, má benda á hvað Margrét Frímanns sagði eitt sinn eftir landsfund Alþýðubandalagsins - hann væri þjóðernissinnaður jafnaðarmannaflokkur. Þá var formaður flokksins Ólafur Ragnar Grímsson.

Ingvar Valgeirsson, 18.11.2008 kl. 20:54

3 identicon

Það hefði nú verið munur ef einhverjir hefðu trúað þvi sem Davíð sagði í fjölmiðlamálinu og ef einhver hefði trúað honum þegar hann var að benda á hvað bankakerfið væri í miklum skít.

Hafrún (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband