blog.is að ganga sér til húðar.

Tel hinsvegar að þessi frétt eigi við nokkur rök að styðjast.  Hef verið á nokkrum spjallvefjum og bloggum þar sem sama fólkið skrifast mikið á og af mismikilli virðingu hvort fyrir öðru og hef séð hvernig nánast óskrifandi fólk hefur náð mikilli ritfærni á ótrúlega skömmum tíma á þeim síðum auk þess sem orðaforði fólks eykst að sama skapi ásamt rökhugsun þó svo nokkrar undantekningar sé þar að finna.  Nokkrir einstaklingar á td. malefnin.com eru fastir í sama feninu og fyrir fimm árum og hafa hvorki þroskast í lesskilningi né heldur eru þeir færari í mannlegum samskiptum eftir allan þann tíma þó svo þeir hafi reglulega skrifað þar inn.

Að öðru.
Bloggkerfið hér á mbl er gjörsamlega að ganga sér til húðar og þá sér í lagi umsagnarkerfið.  Ég reyndi að skrifa umsögn við færslu rétt áður en ég skrifaði þessa færslu en eftir að hafa ýtt á senda hnappinn, fékk ég upp gamalkunnan hvítan og alauðan skjá.  Ég hófst þá handa við að ýta á F5 hnappinn á lyklaborðinu hjá mér og síðan á resend hnappinn á glugganum sem poppaði upp og hefur oftast virkað í þetta annað til fimmta sinn.
Nú bar hins vegar svo við, að þetta dugði ekki til og missti ég töluna á þvi hversu oft ég reyndi að senda inn umsögnina, ekkert gekk og gafst ég upp eftir rúmlega 10 mínútna streð og bölvaði þessu bloggkerfi sem og stjórnendum þess niður í heitustu sali helvítis.

Er því búinn að gefast enn og einu sinni upp á þessu kerfi og kem til með að tjá mig hér í framtíðinni.

Ég mun þó ekki loka þessu bloggi.


mbl.is Umræður um stjórnmál bæta lestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband