Klámfengnir hugar sjá klám í öllu.

Ég held hreinlega að Elsa ætti aðeins að staldra við og skoða hvað hrærist í hennar huga.
Ég hef skoðað þennan bækling og sé nákvæmlega ekkert klámfengið við hann frekar heldur en Smáralindarbæklinginn sem frægur varð á sínum tíma vegna veruleikafirringar konu einnar sem taldi hann vera hið argasta klám.

Staðreyndin er nefnilega sú, að það eru einungis þeir sem eru með hausinn fullan af klámi sem sjá eitthvað klámfengið við svona auglýsingar.


mbl.is Ósátt við auglýsingabækling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara í besta falli hallærisleg mynd :P

Skil vel hjúkrunarfræðinga að vilja ekki vera bendlaðir við e-h svona hallærislegt

ragga (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Jack Daniel's

En að snúa því upp í eitthvað klámfengið segir allt um hvað er að gerast í höfðinu á Elsu greyinu.

Jack Daniel's, 5.6.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Sigurjón

Það er einfaldlega ekkert hjúkrunarfræðinga hér á landi að kommenta eitthvað á mynd sem þessa.  Ef tölvunörd er sýnt í einhverri auglýsingu, ætti þá félag tölvunarfræðinga að þeysa fram á ritvöllinn og heimta að þessi steríótýpa verði fjarlægð?  Hver myndi hlusta á slíkt?

Þetta er fáránlegasta viðkvæmni og væl sem ég hef á ævinni séð og þeim til skammar sem væla!

Sigurjón, 6.6.2009 kl. 02:36

4 identicon

Póstaði þessu annars staðar fyrst, fannst þetta eiga við hérna líka:

Ég held að það sé tímabært fyrir íslensk fyrirtæki að hugleiða að hætta að nota kvenfyrirsætur í auglýsingabæklinga. Það skiptir engu máli hvernig konan er klædd eða í hvaða líkamsstöðu hún er, það finnst alltaf að minnsta kosti einn femínasisti sem er með nógu kolbrenglaða sýn á kynlíf til að sjá það sem misnotkun á konum.

Gulli (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 08:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jack, takk fyrir bloggvináttuna.

Klám er fyrst og síðast huglægt. Þeir sem sjá klám í öllu sem hreyfist eða fyrir augu ber, ættu að láta kíkja undir "húddið."

Ef búið er að klámgera "hjúkkubúninginn", þá er ekki annað til ráða en hjúkkurnar mæti naktar til vinnu til svo búningurinn veki ekki upp klámeðlið í viðkvæmum.

Gulli, það væri gaman að sjá þá auglýsingu sem ekki misbýður einhverjum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Offari

Láttu ekki svona Jack þessi bæklingur er argasta klám þú hlýtur að sjá það eins vel og ég.

‹Glottir eins og fífl›

Offari, 9.6.2009 kl. 22:54

7 Smámynd: Sigurjón

Hvað er annars að frétta af þér Keli?

Sigurjón, 9.6.2009 kl. 23:15

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, sko. Stundum erum við sammála. Þá er gaman.

Svona bull, eins og í þessari hjúkku, bitnar hinsvegar á fyrirsætunum. Haldið þið t.d. að það hafi verið gaman að vera fjórtán vetra stelpan á Smáralindarbæklingnum eftir að hún þarna kerlingarálft lýsti henni eins og klámmyndaleikkonu? Haldið þið að það hafi verið gaman fyrir hana að fara í skólann og sitja undir háðsglósum skólafélaganna?

Ingvar Valgeirsson, 12.6.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband