Lífeyrisþegar erlendis hlunfarnir og látnir taka skellinn.

Í bréfi sem lífeyrisþegum sem búsettir eru erlendis hefur borist í hendur er þeim skýrt frá þeirri ákvörðun yfirstjórnar TR, að þeir skuli bara sætta sig við að taka skellinn af hruni íslensku krónunar.
Í þessu bréfi kemur eftirfarandi fram; ,,Vegna útreiknings á tekjum lífeyrisþega erlendis frá hefur Tryggingastofnun í ár eins og undanfarin ár notað sem viðmiðunargengi meðaltal fyrstu tíu mánuða ársins 2007 vegna greiðslna 2008. Í ljósi aðstæðna hefur Tryggingastofnun endurskoðað viðmiðunargengi í samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið. Ákveðið hefur verið að vegna tekjutengdra greiðslna á árinu 2009 verði miðað við gengi íslensku krónunnar eins og það var í janúar 2008".

Ég hreinlega neita að trúa því, að Jóhanna Sigurðardóttir hafi samþykkt þennan gjörning en hafi hún gert það, þá er mitt álit á henni fokið út í veður og vind.


mbl.is Staða þeirra sem minna mega sín verði varin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þabbasona - það væri fróðlegt að vita hvað ellilífeyrisþegar fara með mikinn gjaldeyri úr landi á hverju ári.

Ekki er það til þess að auka verslun eða stuðla að uppbyggingu hér. Það er á hreinu.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband