Þarf verkamaður að taka þátt í kostnaði við endurnýjun tækja?

Heimtufrekja og óbilgirni útgerðana gagnvart sjómönnum er með hreinum ólíkindum svo ekki sé meira sagt.

Hvernig þætti skrifstofumanninum ef hann þyrfti að taka þátt í kostnaði við endurnýjun tölvubúnaðar, skrifborða, stóla og annara innanstokksmuna á sínum vinnustað?

Eða ef verkamaðurinn þyrfti að taka þátt í olíukostnaði á gröfunum og bílunum hjá verkatakanum sem hann vinnur hjá?  Eða kostnaði við kaup á nýjum tækjum?

þetta er það sem sjómenn þurfa að taka á sig og finnst ykkur það sanngjarnt eða eðlilegt meðan eigendur útgerðana stinga tugum eða hundruðum milljarða í eigin vasa?

Spáið aðeins í þessu.


mbl.is Viðræðurnar eru á viðkvæmum punkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna ætti útgerðin að greiða kostnaðinn við það sem sjómenn taka? Sjómenn taka þriðjung af aflanum. Ekki tekur kassadama í Bónus þriðjung af því sem í kassann kemur.

Þegar hásetar eru með hærri tekjur en launahæstu bankastjórar þá er ekkert óeðlilegt við það að þeir taki þátt í kostnaði við að sækja þann fisk sem þeir taka. Þeir eru ekki venjulegir launþegar. Venjulegir launþegar taka ekki þriðjung af innkomu.

Jós.T. (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 10:25

2 Smámynd: Jack Daniel's

Þetta er tómt kjaftæði hjá þér Jós T og það veistu vel ef þú hefur eitthvað fylgst með þessum málum.

Jack Daniel's, 17.1.2017 kl. 10:28

3 identicon

Sæll Keli æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Jósi T, !

Alltaf: sama kjaptæðið í þér, þegar kemur að einum undirstöðu atvinnuvega landsins, m.a.

Rétt að minna þig á - að vestur í Alaska / sem og suður í Namibíu t.d., fá landsmenn mánaðarlegar greiðzlur, fyrir afrakstur sinna náttúruauðlinda:: annað, en skítakamarinn Ísland (og einka- græðgis væddir ráðamenn hér, bjóða upp á), það voru stór mistök, að þetta sker skyldi öðlazt fullt sjálfstæði frá Dönum, árið 1944, eins og löngu er komið á daginn.

Jósi minn.

Þerraðu nú aðeins: af einsýnis einglyrni þínu, og viðurkenndu bara sannindin í orðum Kela, í hans hnitmiðaða greinarstúf, hér í inngangi þessarrar þörfu umræðu.

Keli !

Vildi bæta því svo við - þína þörfu ádrepu, að útgerðarmönnum ætti að duga:: cirka 0.001% til arðs af Fiskimiðunum, ekki svo gáfu legar fjárfestingar þeirra ýmissa í gegnum tíðina, sbr. Pizza staða kaup, auk margvíslegs annarrs óhófs og bruðlz, allsendis óviðkomandi útgerð og vinnzlu, í landinu.

Næsta skref Íslendinga ætti að vera: að biðja Fæareysku Lands stjórnina ásjár, til þess að taka við stjórnartaumunum hérna, gæti ekki orðið lakari niðurstaða, til framtíðarinnar litið.

Ég reyndi: skömmu fyrir tilurð Engeyinga stjórnarmyndunarinnar, að ná símasambandi við Óttar Proppé, og fara þess á leit við hann, að hann mannaði sig upp í, að fara fram á ógildingu Kjararáðs niðurstöðunnar, frá 29. Október s.l.

Á eftir - að láta reyna betur á, að ná til pilts / þori hann að svara erindi mínu, þegar þar að kæmi.

Zimbabwe Mugabe´s gamla: er á hærra þróunarstigi en Ísland, meira að segja:: að minnsta kosti siðferðilega !

Með beztu kveðjum - sem endranær /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 11:24

4 identicon

Keli, kjaftæðið getur þú þó ekki hrakið. Því í því eru ekkert nema óhrekjanlegar staðreindir.

Óskar, sjómenn eru að taka þriðjung af auðlindinni fyrir sig og vilja ekkert borga. Og hvað gert er í Namibíu kemur launakröfum sjómanna á Íslandi ekkert við.

Jós.T. (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 12:15

5 Smámynd: Jack Daniel's

 Þú ert ekki marktækur pappír Jós T.

Jack Daniel's, 17.1.2017 kl. 16:22

6 identicon

Sælir - á ný !

Jósi T. !

Sjómenn: mættu að skaðlausu, hafa upp undir 40% afraksturs aflaverðmætanna / sé mið tekið af fjarvistum þeirra, frá fjölskyldum og heimilum sínum: þorri þeirra.

Namibíu - sem og Alaska einnig, nefndi ég einungis, sem 1 viðmiða um óskapnað stjórnarfarsins íslenzka, sem og alla þá óhollustu, sem hér líðst: ennþá.

Sömu kveðjur - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband