Mogginn segir ekki allan sannleikan

Hálfsannleikur moggans. MYND: Skjáskot.

Hálfsannleikur moggans.
MYND: Skjáskot.

Það er ömurlegt í alla staði að horfa upp á hvernig sumir fjölmiðlar leika sér að því, samviskulaust, að ljúga hreinlega að lesendum.  Ekki síst á degi sem þessum þegar fjölmiðlakönnun er í gangi og Morgunblaðinu dreift, óumbeðið, í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu, en þá er stóra áróðursmaskínan sett í gang þar sem hálfsannleikur í besta falli og í versta falli áróðurslygarnar fá að flæða eins lapþunnur hænsnaskítur yfir landsmenn.

Í dag er ráðist á Píratapartíið með svo svæsnum áróðri að þeir sem hafa fylgst með því sem er að gerast á alþingi, eru meira og minna öskureiðir yfir þeim lygum sem blaðamaður lætur frá sér í þessari frétt.  Staðreyndin er sú, (sem fæstir hafa kanski áttað sig á) að það eru aðeins þingmenn sem mega vera áheyrnarfulltrúar í nefndum og þegar það eru bara þrír þingmenn í þingflokki en átta nefndir sem þessir þrír þurfa að sinna, þá eru svona “fréttir” lítt marktækar.

Aðalheiður Ámundadóttir útskýrir þetta ágætlega.

Þingmenn Pírata skipta á milli sín setu í átta fastanefndum auk forsætisnefndar, Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, þingskapanefndar og fleiri nefnda. Þingmennirnir geta því oft þurft að vera á tveimur stöðum í einu. Jón Þór leggur t.d. mun meiri áherslu á að mæta á fundi í atvinnuveganefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hann er áheyrnarfulltrúi fremur en í fastanefnd sína; umhverfis og samgöngunefnd.

Þingmennirnir fara vandlega yfir allar dagskrár nefndafunda og forgangsraða tíma sínum og hvaða fundi skuli mætt á eftir því hvað er á dagskrá funda hverju sinni. Forgangsröðuninni liggur til grundvallar grunnstefna og grunngildi flokksins. Þingmennirnir reyna þannig ávallt að að vera þar sem dagskrárliðir hafa snertiflöt við grunnstefnu Pírata hvort heldur er til góðs eða ills.

Forgangsröðun á tíma þingmannana er flókið verkefni en þeir eru bara þrír og því ógerlegt að manna markmið um að vera ‘on top of everything’ og mæta allstaðar.

Þegar fjölmiðlafólk starfar með þeim hætti sem gert er á Morgunblaðinu, þá hlýtur maður að spyrja sig um siðferðið hjá þeim.  Allir sem hafa fylgst með vita hvernig siðferði ritstjórans er háttað og það skilar sér að sjálfsögðu á síður blaðsins því blaðamenn sem eru undir stjórn slíks ritstjóra senda ekki frá sér efni sem honum er ekki þóknanlegt.

Trúverðugleiki slíks fjölmiðils og þess fólks sem þar vinnur verður aldrei annað en dregin efa og það er langt síðan allt sæmilega vel gefið fólk í landinu gafst upp á að trúa nokkru af því sem stendur í mogganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband