Spilltir stjórnmálamenn eru kerfisbundið að rústa íslandi

Formáli.

landsbankafj%C3%B6lskyldaÞað er þyngra en tárum taki fyrir almennan borgara í lýðræðisríki að horfa upp á hvernig kjörnir fulltrúar á Alþingi íslendinga eru kerfisbundið að eyðileggja efnahags og velferðarkerið á íslandi með aðgerðum sínum án þess að geta gert nokkuð við því. Gjörspilltir einstaklingar ríkisstjórnarflokkana sem nú eru við völd koma með hverja tillöguna á fætur annari sem grefur undan allri velferð í landinu og færir auðlindirnar sem eru í eigu almennings til fárra útvalina, vina sinna og vandamanna. Ganga jafnvel svo langt að brjóta stjórnsýslulög með aðgerðum sínum og haga sér eins og landslög komi þeim ekki við og þeir séu yfir þau sem og stjórnarskrárbundin ákvæði, hafnir.

Siðblinda og alger forherðing glæpamennskunnar birtist okkur grímulaust í aðgerðum Fjármálaráðherra sem selur hlut í ríkisbanka til sinnar nánustu fjölskyldu án þess að fara lögbundnar leiðir í sölunni og brýtur þar með lög án þess að alþingi bregðist við á nokkurn hátt. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru þar með samsekir í spillingunni og lögbrotunum hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

Sjávarútvegsráðherra ætlar á næstunni, með blessun flokksfélaga sinna að leggja fram frumvarp sem festir algerlega handónýtt kvótakerfi í fiskveiðum í sessi með því að færa útgerðunum í landinu og kvótagreifunum nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið, eign almennings í landinu, til næstu 25 ára. Þetta er ekkert annað en þjófnaður fyrir opinum tjöldum og verður að stoppa hvað sem tautar og raular. Kvótakerfinu verður að henda og koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem þjónar almenningi í landinu en ekki öfáum, útvöldum vinum ríkisstjórnarflokkana og ættingjum þeirra. Landráð er það hugtak sem kemur fyrst upp í hugan þegar þessi tvö ofantöldu atriði eru skoðuð en samt er af nægu að taka í þeim efnum.

Til að lesa allan pistilinn, smellið hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband