Skýr skilaboð til þingmanna

Ég get ekki túlkað þessa hegðun mannsins öðruvísi en hann hafi sent þinginu skýr skilaboð fyrir hönd almennings að nú sé nóg komið af málþófi, kjaftæði og tómu rugli vissra þingmanna sem halda þinginu í gíslingu með endalausu málæði um nákvæmlega ekki neitt.  Standandi í pontu tímunum saman og blaðra samhengislaust út um allar koppagrundir til að koma í veg fyrir að hægt sé að afgreiða þau mál sem þarf að ljúka fyrir jólafrí.  Slík hegðun er þeim til skammar.  Margir þessara þingmanna hafa verið að væla yfir að fólk beri minni og minni virðingu fyrir þinginu og þingmönnum en gera svo allt sem þeir geta til að draga virðinguna á enn lægra plan með hegðun sinni.

Þessi aumingjans maður sem ákvað að reyna að farga sér á kamrinum á alþingi hefur fyllst algeru vonleysi þegar hann fylgdist með endalausum kjaftavaðli innihaldslausra tuðara sem ekkert hafa til málana að leggja og koma aldrei með eina einustu tillögu um hverju þarf að breyta svo hægt sé að samþykkja fyrirliggjandi mál.  Þetta heitir að trölla og slíkir einstaklingar eiga enga virðingu skilið.  Þetta eru aumingjar sem eiga heima ofan í skurði með skóflu og væru betur nýtir til þess að leggja klóakrör heldur en að eyðileggja störf alþingis og draga virðingu þess ofan í skítinn.

Alþingismenn og ráðherrar.  Þessi aðgerð mannsins voru skýr skilaboð til ykkar.  Hunskist til að fara að vinna ykkar vinnu sem þið voruð ráðnir til að vinna.  Þjóðin kaus ykkur til þess að starfa í hennar þágu en ekki til að hanga eins og röflandi fylliraftar í ræðustól alþingis, eyðileggjandi og skemmandi eins og þriggja ára eineltisgaurinn í sandkassanum sem gengur um og sparkar niður sandköstulum annara barna því þannig hegðun eykur ekki virðingu fyrir ykkur.  Virðing er áunnin en ekki sjálfgefinn þó svo þið virðist halda að svo sé.

Að lokum óska ég þess þegar þið sitjið á heimilum ykkar á aðfangadagskvöld og raðið í ykkur kræsingunum og takið upp rándýrar gjafirnar að ykkur verði hugsað til þeirra sem ekki geta haldið sómasamleg jól og þurfa jafnvel að láta sér nægja hafragraut eða núðlur í jólamatinn.  Líka til þeirra sem hafa hvergi höfði að halla og þurfa jafnvel að eyða jólunum á götunni.  Því ykkar eru verkin, afleiðingarnar og ábyrgðin.

Með engri virðingu til handa þingmönnum þessa lands sem halda störfum þingsins í gíslingu með kjaftavaðli og röfli en hafa ekkert fram að færa nema eigin hroka og sjálfsánægju.


mbl.is Þurfum sömu gæslu og önnur þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Keli; æfinlega !

Afbragðs færzla; - sem frásaga, og undirstrikar algjörlega ónytjungshátt og gerpisskap 63ja menninganna, suður við Austurvöll í Reykjavík.

Ísland væri; snöggtum auðugra, að vera ENDANLEGA laust, við þessi ömurlegu skítseyði, og foráttu blaðrið í þeim, fornvinur góður !

Með beztu kveðjum, austur yfir fljót - sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 12:27

2 Smámynd: Jack Daniel's

Takk fyrir það Óskar minn.
Þess ber þó að geta, að það eru nú nokkrir í þessum hóp sem vart teljast ónytjungar og eru að reyna að vinna sína vinnu en er gert það ókleyft af gíslatökuliðinu í flokkum sjálfstæðis og framsóknar.

Jack Daniel's, 18.12.2012 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband