Vafningalaus sigur?

„Ég er alltaf tilbúinn að taka alla málefnalega umræðu, hér eftir sem hingað til. Ég kveinka mér ekkert undan því."

 Hann  hefur verið spurður málefnalega út í aðkomu sína að fyrirtækjum sem hafa verið í vægast sagt vafasömum málum og fenigð tugi, hundruð eða jafnvel miljarða afskrifaða og svarar bara með útúrsnúningi og skæting.  Það kalla ég ekki að svara málefnalega.

Ég get heldur ekki sagt að hann hafi fengið afgerandi kosningu.  Hann rétt marði þetta og hangir því í nánast valdalausu embætti þó hann kallist formaður enn.

Ég vona bara að kjósendur fari að sjá að sér í ljósi þess hvernig 18 ára valdaferill þessa flokks endaði með algeru hruni hagkerfisins og nánast gjaldþroti þjóðar og seðlabanka, að hann á ekkert erindi í ríkisstjórn meðan þar sitja svona menn.


mbl.is „Getur verið kalt á toppnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Vafningur er ekkert að vefjast fyrir Bjarna. Hvað þá BNT, Umtak og N1. Fyrr honum er þetta bara eðlileg spilling sem hann á rétt á þar sem hann er fæddur inn í Engeyjarættina.

Hann og FLokkurinn vanmeta það hinsvegar að þjóðin hefur engan áhuga á að hafa svona spillingar silfurskeið við stjórnvölin :-) Vafningsmálið mun koma upp aftur og aftur og aftur í fjölmiðlum þegar nær dregur kosningum.

Guðmundur Pétursson, 11.11.2012 kl. 14:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef fólk fer ekki að vakna og átta sig á skaðsemi fjórflokksins í heild sinni, þá erum við föst í díkinu, eða eigum við að segja kviksyndinu? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 14:18

3 identicon

Heill og sæll Keli æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Vel mælt Keli; af þinni hálfu - og hvergi ofsagt, um þennan ''skörung'', að neinu leyti.

Góðir punktar; frá Guðmundi og Ásthildi Cesil, ekki síður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 14:41

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ef honum er kalt á toppnum því fær hann sé ekki vinnu í Álverinu, þar er heitt..

Vilhjálmur Stefánsson, 11.11.2012 kl. 17:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2012 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband