Heilaþvegin og minnislaus börn á mótþróastigi

Mér var ekki skemmt þegar ég las þessa klausu.
„Allt stefnir í að samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2008 – 2013 verður tæpir 600 milljarðar króna. Stærsti hluti þess halla, eða um 380 milljarðar króna, hefur myndast í tíð núverandi ríkisstjórnar. Reikningurinn verður sendur framtíðarskattgreiðendum sem munu þurfa að taka á sig óábyrgan rekstur vinstri manna á fjármálum ríkisins.“
Hvaða flokkur neitar að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna á 18 ára valdaferli?
Hver elur upp slík endembis fífl sem koma með svona tillögur?
Er einhver með fullu viti sem kýs yfir sig illa gefið, siðlaust og þjófótt hyski sem telja það bara alveg sjálfsagt að skattpeningar sem eiga að fara í rekstur þjóðfélagsins renni í þeirra eigin vasa?
Þannig hugsa þessir vesalings aumingjar sem hafa verið heilaþvegnir af mönnum eins og Davíð Oddssyni sem nú hamast eins og naut í flagi við að endurskrifa stjórnmálasögu sína sjálfum sér í hag og reynir að gera sig að dýrlingi þar sem hann situr sem ritstjóri á fjölmiðili sem rekinn er af LÍÚ og sjálfstæðisflokknum.

Davíð Oddssin er maður sem hefur skilið allt eftir í rjúkandi rústum þar sem hann hefur verið við stjórnvölin.
1: Reykjavíkurborg var nánast fjárhagslega gjaldþrota þegar hann lét af störfum sem borgarstjóri.
2: Íslenskir bankar og ríkisfyrirtæki voru gefin vildarvinum flokksins í stjórnartíð Davíðs og þeir vildarvinir blóðmjólkuðu bankana og fyrirtækin á kostnað almeinnings í landinu með svikum, lygum, prettum og öllum ráðum sem þeir gátu fundið upp á með stuðningi sjáfstæðisflokksins.
3: Sem seðlabankastjóri lánaði Davíð gjaldþrota banka, banka sem hann vissi að færi á hausinn hvað úr hverju, stóra upphæð, (man ekki hvort það var hálfur miljarður eða meira), nokkrum dögum áður en það gerðist sem varð einnig til þess að seðlabankinn og þar með þjóðin rambaði á barmin gjaldþrots.

Svo koma þessir aumu ræfilsins, heilaþvegnu SUS liðar og kenna núverandi stjórn um hvernig komið er.
Þeir sem trúa svona bulli og kjaftæði sem þeir bera á borð fyrir landsmenn ættu hreinlega ekki að fá að hafa kosningarétt fyrr en þeir hafa kynnt sér hvernig málum var raunverulega háttað. Það er lítið mál að fara í fréttir á fjölmiðlum frá stjórnartíð Sjálfstæðismanna og lesa þar svart á hvítu hvernig málum var háttað í raun og veru.

Þeir sem halda tryggð við siðlausa þjófa, ræningja og skíthæla og kjósa þá á þing eru ekkert skárri sjálfir hvað siðferði og heiðarleika varðar, enda er mér alltaf illa við að eiga viðskipti við sjálfstæðismenn og kjósendur sjálfstæðisflokksins, því undantekningalaust reyna þeir með einum eða öðrum hætti að svíkja mann, pretta eða stela af manni enda læra þeir það sem fyrir þeim er haft.

mbl.is SUS afhenti fjárlagatillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað hefur þú á móti hallalausum rekstri ríkissjóðs?

Sé það ekki afstaða þín, hvað hefur þú á móti hugmyndum SUS um hallalaus ríkisfjárlög?

Ertu kannski hlynntur hallalausum rekstri ríkissjóðs, en með aðrar hugmyndir en hugmyndir SUS? Hvaða hugmyndir?

Örlítið fleiri orð um afstöðu þína, en ekki bara afstöðu annarra sem þú ert á móti, væru vel þegin.

Geir Ágústsson, 6.11.2012 kl. 13:04

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það hefur auðvitað enginn á móti hallalausum fjárlögum, Geir.  En menn vita auðvitað ekki hvort á að hlægja eða gráta þegar sjálfstæðismenn eru að reyna að klína vandræðum þjóðarinnar á núverandi ríkisstjórn, án þess að minnast á hvernig öll þessi hörmung varð til.  Sjálfstæðismenn komu með eina mjög góða tillögu um tekjuöflun, sem enginn hefði fundið fyrir. Þ.e. að skattleggja strax inngreiðslur í lífeyrissjóði.  Það var auðvitað skotið í kaf af stjórnarliðum, eins og siður er í íslenskri pólitík. Aldrei að samþykkja mál frá stjórnarandstöðunni, hvað góð sem þau eru.

Þórir Kjartansson, 6.11.2012 kl. 16:03

3 Smámynd: Jack Daniel's

Geir.  Ég hef ekkert á móti hallalausum ríkissjóð en þegar eytt er og bruðlað með fjármuni sem ekki eru til, (ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar frá upphafi fram á lokadag sem hin fræga seta hans  sem seðlabankastjóri) eins og gert var árin fyrir hrun, þá þarf að greiða það með vöxtum og vaxtavöxtum til baka.

Sjálfstæðismenn gleyma kanski hvernig aðdragandinn að hruninu var og hverjir eiga raunverulega sök á hruninu, en ALLT hugsandi fólk veit, man og skilur.  Það eru bara verulega illa gefnir einstaklingar sem vilja ekki eða geta ekki skilið sannleikann.

Þórir, auðvita má aldrei samþykkja góðar hugmyndir sem koma frá stjórnarandstöðunni, en hefði þetta verið samþykkt, þá hefðu lífeyristekjur verið tvískattaðar þar sem lífeyrisþegar greiða jú tekjuskatt af greiðslum sem þeir fá úr lífeyrissjóðunum.  Þanni að það var í raun ekkert góð hugmynd.

Hins vegar hefði það verið góð hugmynd, að gera þjófahyskið sem setti þjóðina á hausinn gjaldþrota og hirða af þeim allar eignir og setja á þá viðskiptabann í 10 ár.  Það væri strax vísir að siðmenningu.

Jack Daniel's, 6.11.2012 kl. 17:39

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Jack.  Það þyrfti auðvitað ekki að tvískatta þessar tekjur þó það hafi verið gert alltof lengi með það sem greitt var inn í þessa sjóði áður fyrr. Til þess eru nóg ráð.  Það voru alltaf mistök þegar því var breytt, að fara að borga skattinn af þessum peningum við útgreiðslu.  En þar hafa lífeyrissjóðakóngarnir örugglega haft hönd í bagga til þess að fá meiri peninga inn til að braska með og greiða sér ofurlaun.  Það hefði kannski tapast minna af lífeyri landsmanna í hruninu ef sú regla hefði verið látin halda sér.   Þetta lífeyrissjóðakerfi okkar, (sem sumir segja að sé það besta í heiminum eins og kvótakerfið)  þarf að taka algerlega í gegn. Svona mikil söfnun á peningum skapar alltaf vandamál, spillingu og hættu á stórskaða.  Vilhjálmur Birgisson skrifaði grein sem lýsir þessu ,,frábæra" kerfi vel á Pressuna.   http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Vilhjalm_Birgisson/fme-skyrsla--buid-ad-skerda-lifeyrisrettindi-um-130-milljarda-fra-hruni

Þórir Kjartansson, 6.11.2012 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband