Fyrir foringjan, flokkinn og þjóðin getur farið til helvítis.

Ég fékk ábendingu um pistil á pressunni og eftir lesturinn varð niðurstaðan sú, að sá sem hann skrifar ætti setjast niður og fara í rækilega sjálfsskoðun.  Maðurinn minnir mig helst á ofstækisfullan fylgjanda Hitlers á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

 Maðurinn heitir Jón Ríkharðsson og er togarasjómaður, haldinn þeirri óskiljanlegu áráttu að þurfa að leyfa sem flestum að heyra sínar pólitísku skoðanir. Hann lifir í þeirri von, að þessi kækur hans geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, svo undarleg sem sú hugsun er. Jón hefur lítil afrek unnið á sviði menntamála, en lagði samt stund á trésmíðanám fyrir mörgum árum. 
Hann hefur skrifað nokkra greinar í Þjóðmál og verið virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum um árabil.

 Pistilinn er hægt að lesa hérna. http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_JonR/hef-eg-eitthvad-nytt-fram-ad-faera

Við lestur þessa pistills langaði mig nokkrum sinnum til að æla af viðbjóði.

1: það sem skilur mig frá öðrum, sem sækjast eftir þingsæti er fyrst og fremst það, að ég ætla ekki að dvelja þar lengur en tvö kjörtímabil, fái ég stuðning til þess.
Við vitum alveg að svona yfirlýsingar standast aldrei því þegar fólk hefur fengið völd þá sleppir það þeim ekki aftur.
2: Ef ég kemst á þing, þá mun ég ekkert gefa eftir í vörninni fyrir flokkinn. þá verður það liðin tíð, að vinstri menn geti logið upp á sjálfstæðismenn í fjölmiðlum og á þingi, ég mun reka það allt þveröfugt ofan í þá, á afskaplega kurteisum nótum.
Er þetta ekki dálítið líkt þeirri yfirlýsingu sem nasistar gáfu á sínum tíma? Foringinn, flokkurinn og þjóðin má fara til fjandans? Þegar menn lýsa því yfir að þeir ætla ekkert að gefa eftir í vörn sinni fyrir flokkinn er illa komið fyrir þeim. Þeir ætla sem sé að éta allt hrátt sem hann hefur fram að færa hvursu heimskulegt það er og hvursu illa það bitnar á fólkinu í landinu. Well, verði ykkur að góðu landsmenn ef þið kjósið þetta yfir ykkur.
3: Einnig er það mikið gleðiefni, ef ég fæ tækifæri til að lækka rostann í vinstri flokkunum og fá þá til að hætta að ljúga og fara að kynna sína stefnu.
Gott mál svo sem en ein einstefnan hjá þér. Gagnrýna skal það sem gagnrýna þarf og því ætti það ekki að eiga við um eigin flokk líka?
4: Sagan sýnir það með óyggjandi hætti, að þegar sjálfstæðisstefnunni hefur verið fylgt, þá fylgdu stórfelldar framfarir í kjölfarið.
Og nú ældi ég loksins almennilega. Eigum við að rifja upp hverjir það voru sem seldu bankana og gengu þannig frá hnútum að landið fór nánast á hausinn?
Þegar svona einstaklingar ganga fram með framboð í huga og ljúga eins og þeim sé borgað fyrir það, þá er eitthvað mikið að.

Persónulega finnst mér þessi maður eitthvað sorglegasta dæmið um einstakling sem er orðinn blindaður fyrir áróðri Sjálfstæðismanna og hleypur fram til að verja flokkinn og foringjann. Minnir mig óneitanlega á marga sem fylgdu ákveðnum foringja í algerri blindni á síðustu öld.......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll fornvinur Keli; æfinlega !

Nú; verð ég að bregðast við - og koma vini mínum, Jóni Ríkharðssyni, til þess liðs, sem ég má, að nokkru.

Jón Ríkharðsson; Sjómaður og fyrrum Snikkari, er sómi sinnar stéttar, sem er að reyna að draga björg í bú, með starfa sínum - á Grænlandshafi, sem víðar um mið, og verðskuldar alls ekki, þessa hryðju, sem þú leggur að honum, Keli minn.

Persónulega; hefir Jón reynst mér drengur góður, og mun ég aldrei geta fullþakkað honum, velgjörninga ýmsa; þér, að segja.

Hins vegar; er mér engin launung á, að mér ógnar sú fylgisspekt hans, við það flokks skrifli, sem forystuna hafði, auk hinna 3ja, vel að merkja, fyrir þeim ógnar aðstæðum, sem landsmenn standa nú frammi fyrir, Keli.

En; það skal ég vottfesta, sem margur annar getur auðveldlega, að drengskaparmann einan, sem raungóðan mjög, hefir Jón Ríkharðsson  að geyma, Keli minn - þrátt fyrir; ofangreinda hnökra, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri - langleiðina, að Kílar skurði / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 12:51

2 Smámynd: Jack Daniel's

Sem fyrr færir þú fram góð rök fyrir máli þínu Óskar og kann ég þér þakkir fyrir það.

Hitt er óvéfengjanlegt, það höfum við séð á bæði Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, að fólk með bestu meiningar getur brugðist illa. Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Það má vera að hann sé góður sjómaður og stétt sinni til sóma og mætti ég þá heldur biðja hann að halda sig þar og vera þjóð sinni áfram til sóma í stað þess að skemma sitt ágæta mannorð með þessu framboði.

Skrifað á Selfossi þann 26 martz 20012.

Jack Daniel's, 26.3.2012 kl. 15:38

3 identicon

Heill; á ný, Keli !

Nú; þá lít ég við hjá þér, við tækifæri, fyrst þú dvelur, meðal Selfysskra, fornvinur knái.

Jú; eins og ég sagði, er Jón mannkostamaður drjúgur, þó erfitt gæti reynst, að lækna hann, af flokks vírusnum svo sem, Keli minn.

En; koma dagar - koma ráð, er stundum sagt, líka.

Ekki síðri kveðjur; en þær fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband