Um langtímaminni og staðreyndir.

Eigum við eitthvað að ræða 18 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins og afleiðingar þeirra ára?

Held að SUS ætti að einbeita sér að staðreyndum í stað þess að ausa skít og drullu í allar áttir.  Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn hefiði ekki náð neitt betri árangri nema síður sé í endurreisninni og sennilega væru helmingi fleiri flúnir land væru þeir við völd.

Það er ömurlegt að sjá þá kynslóð sem á að taka við stjórntaumunum í framtíðinni haga sér með þessum hætti og hreinlega til skammar fyrir það unga fólk sem er í háskóla, að það er ekki meira hugsandi en raun ber vitni nema þetta sé það siðferði sem fyrir þeim er haft, en það er að mínu mati enn verra.

Það er ljóst að þarna þarf rækilega að taka til. 


mbl.is Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

SUS er nú bara ekkert annað að gera en að benda á þá staðreynd sem er...

Forsætisráðherra neitar að horfast í augu við þessa staðreynd og er það ljótt....

Hvað hverjir gerðu hér áður fyrr á ekki að bitna á unga fólkinu okkar sem horfir skelfingar augum til þeirra framtíðar sem núverandi Ríkisstjórn er að búa því í hag...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.1.2012 kl. 11:22

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað ert þú að ''rífa kjaft'' sem býrð í Danmörku. Menn eru ekkert að rifja upp gamalt en hér erum við öll að reyna að spyrna á móti ESB. Ef ég mætti ráða þá myndi ég banna stjórnmálaflokka og hafa persónukjör. Meinið okkar eru flokkanir.  

Valdimar Samúelsson, 9.1.2012 kl. 12:56

3 Smámynd: Jack Daniel's

IGM: Reyndar er það rétt og kerlingargreyið hún Jóa á að víkja og boða til kosninga á árinu. Um það er engin spurning lengur, en eigum við að horfa upp á fólk sem hefur siðferðisgrunnninn í frostmarki taka við? Fólkið sem enn mærir spillinguna sem viðgekst í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og sem jafnvel var viðriðið spillinguna en reynir um þessar mundir að sverja hana af sér? Bæði Bjarni Ben og Þorbjörg Katrín eru svo skítspillt og siðblind að skömm er að því að sjá þetta ógeð á þingi.

Valdemar: Ég er íslenskur ríkisborgari og hef því fullann rétt á að tjá mig um þau mál sem koma mér og öllum öðrum íslendingum við hvað varðar stjórn landsins. En ég er sammála því að flokkakerfið á að leggja niður og banna. Ég kýs eins og aðrir landsmenn og það er virkilega leiðinlegt að sjá fullorðna menn auglýsa heimsku sína eins og þú gerir með athugasemd þinni. Hafðu skömm fyrir og skeindu þér um skítugann kjaftinn.

Já og má bæta því við, að ég er fluttur aftur til íslands svo staðhæfingarnar þínar liggja dauðar sem flugur fyrir srpayi.

Jack Daniel's, 9.1.2012 kl. 14:43

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jack. Ég er sammála með þessa siðspillingu en hún mun aldrei hverfa fyrir en flokkakerfið hættir. Ég treysti á þig sem manni sem vill að ísland verðinutan ESB. Afsaka athugasemdina innan gæsalappa en hún var hálf í gríni en hef kannski tekið þig sem ESB sinna eins og stráklingurinn þarna í Danmörku sem heitir minnir jón sem er algjör ESB sinni.

Valdimar Samúelsson, 9.1.2012 kl. 15:06

5 Smámynd: Jack Daniel's

Já ekkert mál Valdimar og afsakið orðbragðið í fyrra kommenti.

Margt gott í ESB en að sama skapi margt slæmt sem þaðan kemur líka. Jôn Frímann er harður ESB sinni en mér er svo sem sama hvort verður ofan á. Gallinn við að ganga ekki í ESB er sá, að þá verða okkar vörur sem við flytjum út ofurtollaðar og þar með erum við ósamkeppnishæf við þau norðurlönd sem byggja sinn útflutning á sömu vörum og við vegna tollalagana.

En þetta er ekki það sem málið snerist um í upphafi heldur sú staðreynd að SUS er að reyna með sömu skítatækninni og forusta flokksins hefur gert undanfarin ár, að blekkja fólk og ljúga að því í stað þess að horfast í augu við sorglega sögu flokksins þegar ástæður hrunsins eru skoðaðar og viðurkenna þær. Það var sjálfstæðisflokkurinn sem kom því kerfi á sem olli hruninu. Aflagði þær stofnannir sem áttu að hafa eftirlit með kerfinu af því niðurstöður þeirra komu ekki heim og saman við það sem flokkurinn sagði. Þetta var í raun og veru fasistastjórnun frá helvíti og nú elta sauðheimskir stuttbuxnastrákar sem hafa verið mataðir á þessum siðferðisgrunni.

Það verður því ljótt þegar þetta lið fer að setjast í stjórnir flokka og félaga. Bjakk!

Jack Daniel's, 9.1.2012 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband